Enski boltinn

Enn eitt stórtapið hjá Jóhanni Berg og félögum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Charlton.
Jóhann Berg í leik með Charlton. Vísir/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Charlton töpuðu enn einum leiknum í ensku Championship-deildinni í dag og það mjög illa. Liðið steinlág fyrir Hull á útivelli, 6-0.

Jóhann lék allan leikinn fyrir Charlton en þeir töpuðu einnig mjög illa fyrir Huddersfield, 5-0 fyrr í vikunni. Eftir þann leik var þjálfarinn Karel Fraeye látinn taka poka sinn og inn kom José Riga.

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff sem vann Wolves, 3-1, en Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í hópnum hjá Wolves vegna meiðsla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira