Handbolti

Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander súr og svekktur eftir leik.
Alexander súr og svekktur eftir leik. vísir/valli

„Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni.

„Þetta er Evrópumót og hér eru bara heimsklassaleikmenn. Ég skil samt ekki hvernig við fengum 39 mörk á okkur. Það var ekkert að undirbúningi. Við komum mjög vel undirbúnir og tilbúnir. Þeir gerðu þetta vel. Rutenka er mjög klókur og það gekk allt upp hjá þeim. Ég óska Hvít-Rússum til hamingju með flottan leik.“

Alexander átti geggjaðan leik í sókninni eins og flestir en fann sig ekki í vörninni frekar en aðrir.

„Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Við vorum með þennan leik í vasanum er við komumst fjórum mörkum yfir. Þá byrjum við að hlaupa eins og krakkar á vellinum í stað þess að spila leikinn almennilega til enda,“ segir Alexander en hann segir að í raun hafi allt verið að varnarleiknum.

„Við erum ekki nógu þéttir. Það er erfitt að spila á móti mönnum eins og Rutenka. Þeir eru líka með góðan þjálfara og spiluðu vel úr sínu. Þeir tóku okkar ungu stráka í vörninni í bakaríið. Þetta er pirrandi en við verðum bara að einbeita okkur að næsta leik.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Arnór Þór: "Yfirspiluðu okkur“

"Mér líður ömurlega og það var leiðinlegt að klúðra síðasta skotinu hjá mér,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira