Handbolti

Norðmenn unnu Króata | Riðill okkar Íslendinga í uppnámi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leik Norðmanna og Íslendinga.
Úr leik Norðmanna og Íslendinga. vísir/valli

Norðmenn unnu magnaðan sigur á Króötum, 34-31, á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Póllandi. Þetta þýðir að öll liðin í riðlinu sem við Íslendingar spilum í eru með tvö stig eftir tvo leiki.

Lokaumferðin fer fram á þriðjudaginn en þá mætir Ísland Króatíu og Norðmenn etja kappi við Hvít-Rússa.

Jafnræði var á með liðunum nánast allan leikinn og var staðan í hálfleik 17-16 fyrir Króata. Undir lokin voru það Norðmenn sem voru sterkari og unnu að lokum þriggja marka þægilegan sigur. Kristian Bjornsen var góður í liði Norðmanna og skoraði sjö mörk. Domangoj Duvnjak skoraði átta fyrir Króata.

Þetta þýðir að ef Hvít-Rússar vinna Norðmenn á þriðjudaginn fer Ísland alltaf áfram í milliriðil þar sem Íslendingar eru með betri árangur innbyrðir við Norðmenn.

Norðmenn leika við Hvít-Rússa á undan leik Íslands og Króatíu og því getur verið kominn ákveðin mynd á stöðuna í riðlinum fyrir þann leik. Frakkar slátruðu Serbum, 36-26, A-riðli og er liðið með fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins. Guy Oliver Nyokas var magnaður í liði Frakklands og skoraði átta mörk úr átta skotum.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á TwitterFacebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira