Handbolti

Spilum af sama krafti gegn Íslandi og á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Steffen Weinhold, fyrirliði þýska landsliðsins, segir að það dugi ekkert minna til í æfingaleikjunum gegn Íslandi um helgina að spila af sama krafti og liðið mun gera á EM í Póllandi.

Liðin mætast tvívegis ytra um helgina en EM hefst svo í næstu viku. Dagur Sigurðsson er þjálfari þýska landsliðsins.

Sjá einnig: Dagur varar við Íslandi

„Maður fer ekki á stórmót og ætlast til þess að maður fari úr núlli í hundrað í fyrsta leik,“ sagði Weinhold við þýska fjölmiðla. „Maður verður að mæta til leiks í æfingaleiki líkt og um mótsleik væri að ræða.“

Dagur sagði sjálfur í gær að hans menn myndu spila til sigurs. „Það er besti undirbúningurinn. Við ætlum að prófa þau vopn sem við eigum í leikjunum gegn Íslandi.“

Sjá einnig: Dagur syngur og spilar í þýska sjónvarpinu

Þýskaland vann öruggan sigur á Túnis, 37-30, á þriðjudag en Ísland tapaði hins vegar gegn Portúgal á heimavelli á miðvikudag, 32-28. Þjóðverjar hafa misst út marga menn vegna meiðsla en Dagur vonast til þess að hornamaðurinn Rune Dahmke, sem spilaði ekki gegn Túnis, verði klár fyrir leiki helgarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira