Jörmundur Ingi 75 ára í dag Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2015 12:00 75 ára í góðu stuði vísir/Anton Brink Jörmundur Ingi Hansen fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Hann var einn af stofnendum Reykjavíkurgoðorðsins árið 1965 og var allsherjargoði frá 1994 til 2002. Hann var rólegur þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var ekki með neitt skipulagt fyrir daginn. „Ég held upp á afmælið þegar ég verð 80 ára og ég hélt rækilega upp á það fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt að mér finnist þetta vera merkilegur áfangi.“ Upp á síðkastið hefur Jörmundur verið að berjast fyrir því að landnámsskálinn sem fannst við Lækjargötuna verði endurreistur. Málið er komið í nefnd hjá Reykjavíkurborg. „Það eru til teikningar af alveg eins skála í sömu stærð og það væri gaman fyrir fólk að sjá hvernig fólk lifði í gamla daga. Það væri hægt að reisa hann skammt frá því sem hann fannst. Hægt væri að halda þorrablót og aðrar veislur. Ég er búinn að tala við borgina og arkitekt svo að það er ekkert að vanbúnaði en svona mál geta verið lengi í nefnd hjá borginni,“ segir Jörmundur en það eina sem hann segir að sé eftir er að redda fjármagni. „Það væri fínasta afmælisgjöf að fá þetta í gegn sem fyrst.“ Reykjavíkurgoðorðið er ekki lengur hluti af Ásatrúarfélaginu og um þessar mundir hafa fylgjendur ekki húsnæði til þess að iðka trú sína í. „Ef húsið væri reist þá væri það upplagt fyrir okkur að fá að nota það. Við viljum alls ekki eiga það heldur hafa aðgang að því.“ Reykjavíkurgoðorðið mun ekki hafa aðgang að Hofinu sem verið er að reisa í Öskjuhlíð fyrir Ásatrúarfélagið. Félag Jörmundar er lítið og laust við alla pólitík. „Þetta er lítið og það er góður andi hjá okkur. Við erum tæplega þrjátíu manns og við erum ekkert að sækjast eftir fleiri meðlimum. Ef einhver hefur hins vegar áhuga á að ganga til liðs við okkur þá er það auðvitað velkomið.“ Eins og komið hefur fram þá var Jörmundur allsherjargoði Íslands í átta ár en það embætti felur ýmislegt í sér þó svo að hlutverkið hafi breyst töluvert frá landnámsöld. „Helsta hlutverk allsherjargoðans er að sjá til þess að tímatalið sé í lagi og standa fyrir höfuðblótum. Í gamla daga fóru allsherjargoðar með völd sem jafnast á við forseta í dag. Eftir löggildingu fengu þeir einnig vald til þess að jarða og gifta fólk, eins og prestar. Það er þannig séð það eina sem við gerum í dag en þetta var ekki hlutverk allsherjargoðanna í þá fornu daga.“ Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Jörmundur Ingi Hansen fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Hann var einn af stofnendum Reykjavíkurgoðorðsins árið 1965 og var allsherjargoði frá 1994 til 2002. Hann var rólegur þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var ekki með neitt skipulagt fyrir daginn. „Ég held upp á afmælið þegar ég verð 80 ára og ég hélt rækilega upp á það fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt að mér finnist þetta vera merkilegur áfangi.“ Upp á síðkastið hefur Jörmundur verið að berjast fyrir því að landnámsskálinn sem fannst við Lækjargötuna verði endurreistur. Málið er komið í nefnd hjá Reykjavíkurborg. „Það eru til teikningar af alveg eins skála í sömu stærð og það væri gaman fyrir fólk að sjá hvernig fólk lifði í gamla daga. Það væri hægt að reisa hann skammt frá því sem hann fannst. Hægt væri að halda þorrablót og aðrar veislur. Ég er búinn að tala við borgina og arkitekt svo að það er ekkert að vanbúnaði en svona mál geta verið lengi í nefnd hjá borginni,“ segir Jörmundur en það eina sem hann segir að sé eftir er að redda fjármagni. „Það væri fínasta afmælisgjöf að fá þetta í gegn sem fyrst.“ Reykjavíkurgoðorðið er ekki lengur hluti af Ásatrúarfélaginu og um þessar mundir hafa fylgjendur ekki húsnæði til þess að iðka trú sína í. „Ef húsið væri reist þá væri það upplagt fyrir okkur að fá að nota það. Við viljum alls ekki eiga það heldur hafa aðgang að því.“ Reykjavíkurgoðorðið mun ekki hafa aðgang að Hofinu sem verið er að reisa í Öskjuhlíð fyrir Ásatrúarfélagið. Félag Jörmundar er lítið og laust við alla pólitík. „Þetta er lítið og það er góður andi hjá okkur. Við erum tæplega þrjátíu manns og við erum ekkert að sækjast eftir fleiri meðlimum. Ef einhver hefur hins vegar áhuga á að ganga til liðs við okkur þá er það auðvitað velkomið.“ Eins og komið hefur fram þá var Jörmundur allsherjargoði Íslands í átta ár en það embætti felur ýmislegt í sér þó svo að hlutverkið hafi breyst töluvert frá landnámsöld. „Helsta hlutverk allsherjargoðans er að sjá til þess að tímatalið sé í lagi og standa fyrir höfuðblótum. Í gamla daga fóru allsherjargoðar með völd sem jafnast á við forseta í dag. Eftir löggildingu fengu þeir einnig vald til þess að jarða og gifta fólk, eins og prestar. Það er þannig séð það eina sem við gerum í dag en þetta var ekki hlutverk allsherjargoðanna í þá fornu daga.“
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“