Það er ekki stærsta syndin að vera fyndinn Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 5. maí 2015 12:00 Pétur fagnar sextugsafmæli sínu í dag. Vísir/GVA „Ég fór bara niður á Hagstofu og valdi mér þessa góðu kennitölu 05.05.55,“ segir Pétur Þorsteinsson, prestur hjá Óháða söfnuðinum. Í dag fagnar hann sextugsafmæli og þann 1. maí voru liðin tuttugu ár frá því að hann tók við sem prestur hjá söfnuðinum. „Ég tók við á verkalýðsdaginn árið 1995. Ætli ég verði ekki hér þangað til að ég fer á Grund. Maður er nú samt kominn með annan og stundum báða fæturna þangað,“ bætir hann við, en Pétur sinnir einnig starfi æskulýðsfulltrúa á Grund. Pétur hefur gleði og húmor að leiðarljósi, bæði í lífi og starfi. Hann er þekktur fyrir Pétrísk-íslensku orðabækurnar sínar og nú er sú 34. á leiðinni. „Ég er stundum spurður að því hvenær ég ætli að verða fullorðinn og hætta þessum fíflagangi. Ég svara bara á móti að það er ekki stærsta syndin að vera fyndinn.“ Afmælisdeginum ætlar Pétur að eyða með fjölskyldu og vinum. „Ég fæ þessa nánustu í kaffi og kökur á prestssetrinu. Um helgina fóru systkini mín með mér í óvissuferð austur fyrir fjall, þar sem við ferðuðumst um á stubbastrætó og heimsóttum hina og þessa.“ Pétur segist ekki hræðast ellina, heldur lifi hann í núinu og njóti þess. „Ég ætla ekki að vera bogfrosið gamalmenni sem er fast í fortíðinni, heldur horfa á það sem er hér og nú. Til dæmis kynslóðin sem er að alast upp núna er mun hressari og opnari en áður var. Nú þegar fólk hittist þá faðmast menn, annað en hjá minni kynslóð. Það er dýrmætt að geta gert það.“ Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Ég fór bara niður á Hagstofu og valdi mér þessa góðu kennitölu 05.05.55,“ segir Pétur Þorsteinsson, prestur hjá Óháða söfnuðinum. Í dag fagnar hann sextugsafmæli og þann 1. maí voru liðin tuttugu ár frá því að hann tók við sem prestur hjá söfnuðinum. „Ég tók við á verkalýðsdaginn árið 1995. Ætli ég verði ekki hér þangað til að ég fer á Grund. Maður er nú samt kominn með annan og stundum báða fæturna þangað,“ bætir hann við, en Pétur sinnir einnig starfi æskulýðsfulltrúa á Grund. Pétur hefur gleði og húmor að leiðarljósi, bæði í lífi og starfi. Hann er þekktur fyrir Pétrísk-íslensku orðabækurnar sínar og nú er sú 34. á leiðinni. „Ég er stundum spurður að því hvenær ég ætli að verða fullorðinn og hætta þessum fíflagangi. Ég svara bara á móti að það er ekki stærsta syndin að vera fyndinn.“ Afmælisdeginum ætlar Pétur að eyða með fjölskyldu og vinum. „Ég fæ þessa nánustu í kaffi og kökur á prestssetrinu. Um helgina fóru systkini mín með mér í óvissuferð austur fyrir fjall, þar sem við ferðuðumst um á stubbastrætó og heimsóttum hina og þessa.“ Pétur segist ekki hræðast ellina, heldur lifi hann í núinu og njóti þess. „Ég ætla ekki að vera bogfrosið gamalmenni sem er fast í fortíðinni, heldur horfa á það sem er hér og nú. Til dæmis kynslóðin sem er að alast upp núna er mun hressari og opnari en áður var. Nú þegar fólk hittist þá faðmast menn, annað en hjá minni kynslóð. Það er dýrmætt að geta gert það.“
Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira