Benedikt: Stefni með liðið upp um deild næsta vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2015 07:00 Aftur hefst uppbygging hjá Benedikt. vísir/hag Þór á Akureyri fékk góðan mann um borð í skútuna í gær þegar þjálfarinn Benedikt Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Benedikt hefur fyrir löngu sannað sig sem einn snjallasti þjálfari landsins en hann hefur meðal annars unnið titla með KR og gerði svo frábæra hluti hjá Þór í Þorlákshöfn. Hann lét af störfum í Þorlákshöfn á dögunum. „Ég er búinn að vera spenntur fyrir þessu allan tímann,“ segir Benedikt en hann fer niður um deild. Þór var í neðsta sæti í 1. deildinni á síðasta ári, vann aðeins einn leik en fellur ekki þar sem það á að fjölga í deildinni. „Ég heimsótti félagið, skoðaði allt og ég held að þetta sé málið núna. Þetta er ungt lið og það verður spennandi að móta lið þarna eftir mínu höfði.“ Benedikt hefur tröllatrú á því að það sé hægt að búa til sterkt félag á Akureyri. „Þetta er stórt bæjarfélag og fullt af krökkum þarna. Við byggjum þetta upp frá grunni. Byrjum á að búa til áhuga og þá þarf meistaraflokkurinn að vera sprækur. Ég sé helling af tækifærum þarna.“ Í liði Þórs er einn efnilegasti leikmaður landsins. Sá heitir Tryggvi Snær Hlinason og er aðeins 17 ára. Hann er 214 sentimetrar að hæð. „Það verður gaman að vinna með honum. Hann er tiltölulega nýbyrjaður og á langt í land. Ég hef unnið með strákum eins og Ragnari Nathanaelssyni og þessir stóru strákar hafa ýmislegt sem er ekki hægt að kenna.“ Benedikt hefur skólað til marga af bestu leikmönnum landsins og kann því vel að vinna með ungum mönnum sem hann getur kennt íþróttina. „Auðvitað er alltaf gaman að taka við þroskuðu og fullmótuðu liði sem getur verið í titilbaráttu en mér finnst ekki síður gaman að taka við ómótuðu liði og byggja það upp. Búa til samkeppnishæft lið,“ segir Benedikt en það er verk að vinna eins og áður segir, enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Hvað með markmiðin? „Það verður gerð atlaga að því að fara upp næsta vetur. Svo verður að koma í ljós hvað gerist enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Ég ætla því ekki að vera með of stórar yfirlýsingar til að byrja með. Ég reyni kannski að fá einhverja leikmenn með mér norður í verkefnið,“ segir Benedikt Guðmundsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Þór á Akureyri fékk góðan mann um borð í skútuna í gær þegar þjálfarinn Benedikt Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Benedikt hefur fyrir löngu sannað sig sem einn snjallasti þjálfari landsins en hann hefur meðal annars unnið titla með KR og gerði svo frábæra hluti hjá Þór í Þorlákshöfn. Hann lét af störfum í Þorlákshöfn á dögunum. „Ég er búinn að vera spenntur fyrir þessu allan tímann,“ segir Benedikt en hann fer niður um deild. Þór var í neðsta sæti í 1. deildinni á síðasta ári, vann aðeins einn leik en fellur ekki þar sem það á að fjölga í deildinni. „Ég heimsótti félagið, skoðaði allt og ég held að þetta sé málið núna. Þetta er ungt lið og það verður spennandi að móta lið þarna eftir mínu höfði.“ Benedikt hefur tröllatrú á því að það sé hægt að búa til sterkt félag á Akureyri. „Þetta er stórt bæjarfélag og fullt af krökkum þarna. Við byggjum þetta upp frá grunni. Byrjum á að búa til áhuga og þá þarf meistaraflokkurinn að vera sprækur. Ég sé helling af tækifærum þarna.“ Í liði Þórs er einn efnilegasti leikmaður landsins. Sá heitir Tryggvi Snær Hlinason og er aðeins 17 ára. Hann er 214 sentimetrar að hæð. „Það verður gaman að vinna með honum. Hann er tiltölulega nýbyrjaður og á langt í land. Ég hef unnið með strákum eins og Ragnari Nathanaelssyni og þessir stóru strákar hafa ýmislegt sem er ekki hægt að kenna.“ Benedikt hefur skólað til marga af bestu leikmönnum landsins og kann því vel að vinna með ungum mönnum sem hann getur kennt íþróttina. „Auðvitað er alltaf gaman að taka við þroskuðu og fullmótuðu liði sem getur verið í titilbaráttu en mér finnst ekki síður gaman að taka við ómótuðu liði og byggja það upp. Búa til samkeppnishæft lið,“ segir Benedikt en það er verk að vinna eins og áður segir, enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Hvað með markmiðin? „Það verður gerð atlaga að því að fara upp næsta vetur. Svo verður að koma í ljós hvað gerist enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Ég ætla því ekki að vera með of stórar yfirlýsingar til að byrja með. Ég reyni kannski að fá einhverja leikmenn með mér norður í verkefnið,“ segir Benedikt Guðmundsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira