Yrði algjört æði að kveðja með titli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2015 06:30 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með Keflavíkurliðinu. Fréttablaðið/stefán Hin átján ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir er í stóru hlutverki hjá kvennaliði Keflavíkur sem hefur ekki tapað í úrslitakeppninni í ár þegar liðið mætir í fyrsta leik lokaúrslitanna á móti deildarmeisturum Snæfells í kvöld. Leikirnir í lokaúrslitunum verða síðustu leikir Söru með Keflavíkurliðinu því hún er á leiðinni út í háskólanám í Bandaríkjunum næsta vetur. „Við erum allar orðnar mjög spenntar enda erum við búnar að bíða í heila viku,“ segir Sara Rún en Keflavík vann 3-0 sigur á Haukum í undanúrslitunum. Keflavíkurkonur töpuðu fyrir Grindavík í bikarúrslitaleiknum og þær ætla sér að bæta fyrir það. „Við ætlum ekki að missa að þessum líka. Við vorum mjög svekktar eftir hann en ætlum okkur að vinna þennan,“ segir Sara. Framundan eru síðustu leikir hennar með Keflavíkurliðinu í bili. „Þetta er löngu ákveðið og ég er búin að stefna að þessu mjög lengi. Ég er mjög glöð með að þetta sé að ganga upp en ég er ekki alveg að átta mig á því að það sé svona stutt í þetta,“ segir Sara. Keflavíkurliðið virðist vera að koma upp á réttum tíma. „Við spiluðum rosalega vel saman í vörn sem sókn á móti Haukunum. Vonandi heldur það áfram á móti Snæfelli,“ segir Sara sem skoraði 17,0 stig að meðaltali í seríunni og varð stigahæsti íslenski leikmaðurinn í undanúrslitunum. Hún vill ekki gera of mikið úr sínu hlutverki eða pressunni á liðinu. „Það er mikið af góðum stelpum í Keflavíkurliðinu og það eru því margir lykilleikmenn sem gætu stigið fram í úrslitaleikjunum. Ábyrgðin er því að dreifast hjá okkur. Það er kannski engin sérstök pressa á okkur. Keflavík er samt Keflavík og það búast allir við titli. Ég held að pressan komi aðallega frá okkur sjálfum,“ segir Sara.Klárar á þremur árum Tvíburasystir Söru, Bríet, er einnig í Keflavíkurliðinu og þær hafa spilað saman með öllum liðum, bæði félagsliðum og landsliðum. Nú spila þær ekki saman næsta vetur. „Hún er ekki að útskrifast alveg strax en ég er að útskrifast á þremur árum,“ segir Sara. Hún talar samt eins og þríburi því jafnaldri hennar og Bríetar, Sandra Lind Þrastardóttir, hefur einnig spilað við hlið hennar alla tíð. „Við erum þrjár bestu vinkonur og alveg límdar saman. Við vorum að átta okkur á því í fyrradag að þetta yrðu síðustu leikirnir okkar saman,“ segir Sara og viðurkennir að hafa þá sýnt tilfinningar. Sara ætlar sér líka stóra hluti í náminu. „Ég er ekki búin að ákveða mig en ég ætla að ná mér í gott nám. Ég er að skoða læknisfræði en það er ekki orðið staðfest,“ segir Sara sem valdi Canisius úr góðum hópi skóla sem vildu fá hana. Hún fékk að fara í heimsókn til Buffalo og heillaðist strax.Tilbúnar í alvöru seríu Keflavík sló Snæfell út úr undanúrslitunum bikarsins og liðin unnu tvo leiki hvort í deildarkeppninni. „Þær eru mjög góðar á heimavelli og við höfum alveg fengið að finna fyrir því. Við unnum þær samt í fyrsta leiknum sem við spiluðum í Hólminum í vetur þannig að við vitum að það er hægt,“ segir Sara en hvað þarf helst að ganga upp? „Það þarf eiginlega allt að ganga upp hjá okkur því Snæfellsliðið er með mjög góða leikmenn. Við þurfum kannski helst að stoppa þessi hraðaupphlaup hjá þeim. Við höfum bæði breidd og leikmenn í allar stöður. Við erum alveg tilbúnar í alvöru seríu,“ segir Sara Rún og bætir við að lokum: „Það yrði algjört æði að kveðja með Íslandsmeistaratitli.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Hin átján ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir er í stóru hlutverki hjá kvennaliði Keflavíkur sem hefur ekki tapað í úrslitakeppninni í ár þegar liðið mætir í fyrsta leik lokaúrslitanna á móti deildarmeisturum Snæfells í kvöld. Leikirnir í lokaúrslitunum verða síðustu leikir Söru með Keflavíkurliðinu því hún er á leiðinni út í háskólanám í Bandaríkjunum næsta vetur. „Við erum allar orðnar mjög spenntar enda erum við búnar að bíða í heila viku,“ segir Sara Rún en Keflavík vann 3-0 sigur á Haukum í undanúrslitunum. Keflavíkurkonur töpuðu fyrir Grindavík í bikarúrslitaleiknum og þær ætla sér að bæta fyrir það. „Við ætlum ekki að missa að þessum líka. Við vorum mjög svekktar eftir hann en ætlum okkur að vinna þennan,“ segir Sara. Framundan eru síðustu leikir hennar með Keflavíkurliðinu í bili. „Þetta er löngu ákveðið og ég er búin að stefna að þessu mjög lengi. Ég er mjög glöð með að þetta sé að ganga upp en ég er ekki alveg að átta mig á því að það sé svona stutt í þetta,“ segir Sara. Keflavíkurliðið virðist vera að koma upp á réttum tíma. „Við spiluðum rosalega vel saman í vörn sem sókn á móti Haukunum. Vonandi heldur það áfram á móti Snæfelli,“ segir Sara sem skoraði 17,0 stig að meðaltali í seríunni og varð stigahæsti íslenski leikmaðurinn í undanúrslitunum. Hún vill ekki gera of mikið úr sínu hlutverki eða pressunni á liðinu. „Það er mikið af góðum stelpum í Keflavíkurliðinu og það eru því margir lykilleikmenn sem gætu stigið fram í úrslitaleikjunum. Ábyrgðin er því að dreifast hjá okkur. Það er kannski engin sérstök pressa á okkur. Keflavík er samt Keflavík og það búast allir við titli. Ég held að pressan komi aðallega frá okkur sjálfum,“ segir Sara.Klárar á þremur árum Tvíburasystir Söru, Bríet, er einnig í Keflavíkurliðinu og þær hafa spilað saman með öllum liðum, bæði félagsliðum og landsliðum. Nú spila þær ekki saman næsta vetur. „Hún er ekki að útskrifast alveg strax en ég er að útskrifast á þremur árum,“ segir Sara. Hún talar samt eins og þríburi því jafnaldri hennar og Bríetar, Sandra Lind Þrastardóttir, hefur einnig spilað við hlið hennar alla tíð. „Við erum þrjár bestu vinkonur og alveg límdar saman. Við vorum að átta okkur á því í fyrradag að þetta yrðu síðustu leikirnir okkar saman,“ segir Sara og viðurkennir að hafa þá sýnt tilfinningar. Sara ætlar sér líka stóra hluti í náminu. „Ég er ekki búin að ákveða mig en ég ætla að ná mér í gott nám. Ég er að skoða læknisfræði en það er ekki orðið staðfest,“ segir Sara sem valdi Canisius úr góðum hópi skóla sem vildu fá hana. Hún fékk að fara í heimsókn til Buffalo og heillaðist strax.Tilbúnar í alvöru seríu Keflavík sló Snæfell út úr undanúrslitunum bikarsins og liðin unnu tvo leiki hvort í deildarkeppninni. „Þær eru mjög góðar á heimavelli og við höfum alveg fengið að finna fyrir því. Við unnum þær samt í fyrsta leiknum sem við spiluðum í Hólminum í vetur þannig að við vitum að það er hægt,“ segir Sara en hvað þarf helst að ganga upp? „Það þarf eiginlega allt að ganga upp hjá okkur því Snæfellsliðið er með mjög góða leikmenn. Við þurfum kannski helst að stoppa þessi hraðaupphlaup hjá þeim. Við höfum bæði breidd og leikmenn í allar stöður. Við erum alveg tilbúnar í alvöru seríu,“ segir Sara Rún og bætir við að lokum: „Það yrði algjört æði að kveðja með Íslandsmeistaratitli.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira