Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 11:00 Chelsie Alexa Schweers. Vísir/Anton Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. Baldur Ingi Jónasson, þjálfari nýliða Stjörnunnar, staðfesti það við Karfan.is að Schweers hefði verið sagt upp störfum. „Það voru kannski tveir samspilandi þættir sem komu þarna einkum við sögu. Í fyrsta lagi er ákveðinn áhættuþáttur sem spilar inní varðandi höndina á henni, þ.e. hversu fljótt hún myndi ná fyrri styrk eftir að hafa brákað bein í handarbaki. Í öðru lagi, sem að vissu leyti er veigameiri þáttur, þá hefur að reynst ljóst að hún er miklu frekar skotbakvörður en leikstjórnandi. Hún var því að spila stöðu sem hentaði henni og liðinu ekki jafn vel og vera mætti," sagði Baldur Ingi við karfan.is. Chelsie Alexa Schweers var með 31,0 stig að meðaltali í 9 leikjum sínum í fyrri umferð Domino´s deildar kvenna og var eini leikmaður deildarinnar með yfir 30 stig að meðaltali í leik. Hún skoraði flest stig á móti efstu liðunum og var með yfir 30 stig í leik á móti Haukum (32,5), Snæfelli (33,5), Grindavík (30,0) og Keflavík (36,0). Schweers var einnig í 3. sæti í stoðsendingum (5,3), 4. sæti í þriggja stiga skotnýtingu (39 prósent), í 4. sæti í vítanýtingu (81 prósent) og í 4. sæti yfir hæsta framlagið í leik (29,1). Chelsie Schweers missti af tveimur leikjum vegna handarbrots en spilaði síðasta leik Stjörnunnar fyrir jólafrí þar sem hún var með 13 stig og 5 stoðendingar í 80-76 sigri á Hamar. Schweers hitti aðeins úr 5 af 18 skotum sínum á móti Hvergerðingum. Baldur Ingi sagði við karfan.is að leit stæði yfir að nýjum leikmanni sem væri væntanlega hreinræktaður leikstjórnandi ef marka má viðtalið við hann. Dominos-deild kvenna Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira
Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. Baldur Ingi Jónasson, þjálfari nýliða Stjörnunnar, staðfesti það við Karfan.is að Schweers hefði verið sagt upp störfum. „Það voru kannski tveir samspilandi þættir sem komu þarna einkum við sögu. Í fyrsta lagi er ákveðinn áhættuþáttur sem spilar inní varðandi höndina á henni, þ.e. hversu fljótt hún myndi ná fyrri styrk eftir að hafa brákað bein í handarbaki. Í öðru lagi, sem að vissu leyti er veigameiri þáttur, þá hefur að reynst ljóst að hún er miklu frekar skotbakvörður en leikstjórnandi. Hún var því að spila stöðu sem hentaði henni og liðinu ekki jafn vel og vera mætti," sagði Baldur Ingi við karfan.is. Chelsie Alexa Schweers var með 31,0 stig að meðaltali í 9 leikjum sínum í fyrri umferð Domino´s deildar kvenna og var eini leikmaður deildarinnar með yfir 30 stig að meðaltali í leik. Hún skoraði flest stig á móti efstu liðunum og var með yfir 30 stig í leik á móti Haukum (32,5), Snæfelli (33,5), Grindavík (30,0) og Keflavík (36,0). Schweers var einnig í 3. sæti í stoðsendingum (5,3), 4. sæti í þriggja stiga skotnýtingu (39 prósent), í 4. sæti í vítanýtingu (81 prósent) og í 4. sæti yfir hæsta framlagið í leik (29,1). Chelsie Schweers missti af tveimur leikjum vegna handarbrots en spilaði síðasta leik Stjörnunnar fyrir jólafrí þar sem hún var með 13 stig og 5 stoðendingar í 80-76 sigri á Hamar. Schweers hitti aðeins úr 5 af 18 skotum sínum á móti Hvergerðingum. Baldur Ingi sagði við karfan.is að leit stæði yfir að nýjum leikmanni sem væri væntanlega hreinræktaður leikstjórnandi ef marka má viðtalið við hann.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira