Erlent

Borgarstjóri Philadelphia kallaði Trump „fávita“

Atli ísleifsson skrifar
Michael Nutter hefur gegnt stöðu borgarstjóra í Philadelphia frá árinu 2008.
Michael Nutter hefur gegnt stöðu borgarstjóra í Philadelphia frá árinu 2008. Vísir/AFP
Michael Nutter, borgarstjóri Philadelphia, kallaði auðjöfurinn Donald Trump „fávita“ (e. asshole) á fundi borgarstjórans með leiðtogum trúarsafnaða í borginni á þriðjudag.

Trump sækist nú eftir að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári.

Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir orð sín um að vilja banna öllum múslimum tímabundið að koma til Bandaríkjanna.

Fjölmargir, jafnt Demókratar og Repúblikanar, hafa stigið fram síðustu daga og fordæmt orð Trump.

Sjá má myndband af ummælum Nutter í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Trump lofar að fara hvergi

„Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við Washington Post í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×