Hlutfallslega næstmest rafbílasala hér á landi Sæunn Gísladóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 Nissan er vinsælastur af þeim rafbílum sem hafa verið skráðir í ár. NordicPhotos/Getty Fjöldi vistvænna bifreiða á Íslandi hefur þrefaldast síðan árið 2010 og hefur mestur vöxtur verið í rafbílum. Í umferð eru 695 rafbílar núna og er því spáð að þeir verði 1.200 árið 2016. Ísland er hlutfallslega næststærsta land í heimi, á eftir Noregi, í sölu rafbíla. Þörf er á að bæta innviði fyrir bílana, meðal annars með langtíma stefnumótun stjórnvalda og breytingu á byggingareglugerðum til þess að gera heimahleðslur nógu öflugar. Þetta kom fram á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands, Rafbílavæðing á Íslandi. Hver er staðan? sem fór fram í gær. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka, gerði grein fyrir stöðu í stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Hann benti á að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum hér á landi hefði tífaldast síðan árið 2010. Rafbílasala hefði numið 30 til 40 á mánuði á árinu og verið umfram spár. Gert er ráð fyrir heildarendurskoðun á skattlagningu samgangna á árinu 2016. Jón Björn greindi frá því að nokkur óvissa lægi í kringum skattaívilnanir og annað. Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að þörf væri á langtíma stefnumótun stjórnvalda varðandi skatta og uppbyggingu innviða. Sextíu og sjö milljónir króna eru á fjárlögum árið 2016 fyrir uppbyggingu rafinnviða. „Þetta er kannski ekki mjög há tala, en þetta er stórt skref fram á við frá núlli,“ sagði Jón Björn.Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka. vísir/GVAJón Björn gerði grein fyrir skoðanakönnun sem gerð var á meðal rafbílaeigenda. Almennt væri mikil ánægja á meðal þeirra með bílana. „Ég hef ekki hitt neinn enn sem er óánægður með bílinn,“ sagði Jón Björn. Langflestir eiga þó annan bíl að auki. Flestir nefndu fjárhagslegan sparnað og umhverfisvitund sem ástæðu þess að vera á rafbíl. Níutíu prósent væru ánægð með hraðhleðslustöðvarnar, en ekki væri alltaf ánægja með staðsetningar. Áhugi væri á hraðhleðslustöðvum meðal annars á Granda, í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á landsbyggðinni. Einnig væri áhugi fyrir smáforriti til að sjá hvort einhverjir séu á hraðhleðslustöðinni. Rafvæðing skipaflotans enn þá stærra mál Í erindi sínu á ráðstefninu vék Jón Björn Skúlason að rafvæðingu skipaflotans sem hann telur í raun miklu stærra mál en rafvæðingu bílaflotans. Hann sagði að mikill áhugi væri á því að skoða rafvæðingu haftengdrar starfsemi, verið væri að skoða nokkra mismunandi þætti og margir fundir hefðu verið haldnir. Hann nefndi dæmi um hvalaskoðunarbát sem var rafvæddur á Húsavík. Báturinn fer 250 hvalaskoðunarferðir á ári og sparnaðurinn á honum er álíka og á fjörutíu rafbílum. Það er því gríðarlegur ávinningur í rafvæðingu skipa. Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fjöldi vistvænna bifreiða á Íslandi hefur þrefaldast síðan árið 2010 og hefur mestur vöxtur verið í rafbílum. Í umferð eru 695 rafbílar núna og er því spáð að þeir verði 1.200 árið 2016. Ísland er hlutfallslega næststærsta land í heimi, á eftir Noregi, í sölu rafbíla. Þörf er á að bæta innviði fyrir bílana, meðal annars með langtíma stefnumótun stjórnvalda og breytingu á byggingareglugerðum til þess að gera heimahleðslur nógu öflugar. Þetta kom fram á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands, Rafbílavæðing á Íslandi. Hver er staðan? sem fór fram í gær. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka, gerði grein fyrir stöðu í stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Hann benti á að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum hér á landi hefði tífaldast síðan árið 2010. Rafbílasala hefði numið 30 til 40 á mánuði á árinu og verið umfram spár. Gert er ráð fyrir heildarendurskoðun á skattlagningu samgangna á árinu 2016. Jón Björn greindi frá því að nokkur óvissa lægi í kringum skattaívilnanir og annað. Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að þörf væri á langtíma stefnumótun stjórnvalda varðandi skatta og uppbyggingu innviða. Sextíu og sjö milljónir króna eru á fjárlögum árið 2016 fyrir uppbyggingu rafinnviða. „Þetta er kannski ekki mjög há tala, en þetta er stórt skref fram á við frá núlli,“ sagði Jón Björn.Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka. vísir/GVAJón Björn gerði grein fyrir skoðanakönnun sem gerð var á meðal rafbílaeigenda. Almennt væri mikil ánægja á meðal þeirra með bílana. „Ég hef ekki hitt neinn enn sem er óánægður með bílinn,“ sagði Jón Björn. Langflestir eiga þó annan bíl að auki. Flestir nefndu fjárhagslegan sparnað og umhverfisvitund sem ástæðu þess að vera á rafbíl. Níutíu prósent væru ánægð með hraðhleðslustöðvarnar, en ekki væri alltaf ánægja með staðsetningar. Áhugi væri á hraðhleðslustöðvum meðal annars á Granda, í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á landsbyggðinni. Einnig væri áhugi fyrir smáforriti til að sjá hvort einhverjir séu á hraðhleðslustöðinni. Rafvæðing skipaflotans enn þá stærra mál Í erindi sínu á ráðstefninu vék Jón Björn Skúlason að rafvæðingu skipaflotans sem hann telur í raun miklu stærra mál en rafvæðingu bílaflotans. Hann sagði að mikill áhugi væri á því að skoða rafvæðingu haftengdrar starfsemi, verið væri að skoða nokkra mismunandi þætti og margir fundir hefðu verið haldnir. Hann nefndi dæmi um hvalaskoðunarbát sem var rafvæddur á Húsavík. Báturinn fer 250 hvalaskoðunarferðir á ári og sparnaðurinn á honum er álíka og á fjörutíu rafbílum. Það er því gríðarlegur ávinningur í rafvæðingu skipa.
Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira