Hlutfallslega næstmest rafbílasala hér á landi Sæunn Gísladóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 Nissan er vinsælastur af þeim rafbílum sem hafa verið skráðir í ár. NordicPhotos/Getty Fjöldi vistvænna bifreiða á Íslandi hefur þrefaldast síðan árið 2010 og hefur mestur vöxtur verið í rafbílum. Í umferð eru 695 rafbílar núna og er því spáð að þeir verði 1.200 árið 2016. Ísland er hlutfallslega næststærsta land í heimi, á eftir Noregi, í sölu rafbíla. Þörf er á að bæta innviði fyrir bílana, meðal annars með langtíma stefnumótun stjórnvalda og breytingu á byggingareglugerðum til þess að gera heimahleðslur nógu öflugar. Þetta kom fram á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands, Rafbílavæðing á Íslandi. Hver er staðan? sem fór fram í gær. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka, gerði grein fyrir stöðu í stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Hann benti á að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum hér á landi hefði tífaldast síðan árið 2010. Rafbílasala hefði numið 30 til 40 á mánuði á árinu og verið umfram spár. Gert er ráð fyrir heildarendurskoðun á skattlagningu samgangna á árinu 2016. Jón Björn greindi frá því að nokkur óvissa lægi í kringum skattaívilnanir og annað. Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að þörf væri á langtíma stefnumótun stjórnvalda varðandi skatta og uppbyggingu innviða. Sextíu og sjö milljónir króna eru á fjárlögum árið 2016 fyrir uppbyggingu rafinnviða. „Þetta er kannski ekki mjög há tala, en þetta er stórt skref fram á við frá núlli,“ sagði Jón Björn.Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka. vísir/GVAJón Björn gerði grein fyrir skoðanakönnun sem gerð var á meðal rafbílaeigenda. Almennt væri mikil ánægja á meðal þeirra með bílana. „Ég hef ekki hitt neinn enn sem er óánægður með bílinn,“ sagði Jón Björn. Langflestir eiga þó annan bíl að auki. Flestir nefndu fjárhagslegan sparnað og umhverfisvitund sem ástæðu þess að vera á rafbíl. Níutíu prósent væru ánægð með hraðhleðslustöðvarnar, en ekki væri alltaf ánægja með staðsetningar. Áhugi væri á hraðhleðslustöðvum meðal annars á Granda, í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á landsbyggðinni. Einnig væri áhugi fyrir smáforriti til að sjá hvort einhverjir séu á hraðhleðslustöðinni. Rafvæðing skipaflotans enn þá stærra mál Í erindi sínu á ráðstefninu vék Jón Björn Skúlason að rafvæðingu skipaflotans sem hann telur í raun miklu stærra mál en rafvæðingu bílaflotans. Hann sagði að mikill áhugi væri á því að skoða rafvæðingu haftengdrar starfsemi, verið væri að skoða nokkra mismunandi þætti og margir fundir hefðu verið haldnir. Hann nefndi dæmi um hvalaskoðunarbát sem var rafvæddur á Húsavík. Báturinn fer 250 hvalaskoðunarferðir á ári og sparnaðurinn á honum er álíka og á fjörutíu rafbílum. Það er því gríðarlegur ávinningur í rafvæðingu skipa. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Fjöldi vistvænna bifreiða á Íslandi hefur þrefaldast síðan árið 2010 og hefur mestur vöxtur verið í rafbílum. Í umferð eru 695 rafbílar núna og er því spáð að þeir verði 1.200 árið 2016. Ísland er hlutfallslega næststærsta land í heimi, á eftir Noregi, í sölu rafbíla. Þörf er á að bæta innviði fyrir bílana, meðal annars með langtíma stefnumótun stjórnvalda og breytingu á byggingareglugerðum til þess að gera heimahleðslur nógu öflugar. Þetta kom fram á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands, Rafbílavæðing á Íslandi. Hver er staðan? sem fór fram í gær. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka, gerði grein fyrir stöðu í stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Hann benti á að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum hér á landi hefði tífaldast síðan árið 2010. Rafbílasala hefði numið 30 til 40 á mánuði á árinu og verið umfram spár. Gert er ráð fyrir heildarendurskoðun á skattlagningu samgangna á árinu 2016. Jón Björn greindi frá því að nokkur óvissa lægi í kringum skattaívilnanir og annað. Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að þörf væri á langtíma stefnumótun stjórnvalda varðandi skatta og uppbyggingu innviða. Sextíu og sjö milljónir króna eru á fjárlögum árið 2016 fyrir uppbyggingu rafinnviða. „Þetta er kannski ekki mjög há tala, en þetta er stórt skref fram á við frá núlli,“ sagði Jón Björn.Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka. vísir/GVAJón Björn gerði grein fyrir skoðanakönnun sem gerð var á meðal rafbílaeigenda. Almennt væri mikil ánægja á meðal þeirra með bílana. „Ég hef ekki hitt neinn enn sem er óánægður með bílinn,“ sagði Jón Björn. Langflestir eiga þó annan bíl að auki. Flestir nefndu fjárhagslegan sparnað og umhverfisvitund sem ástæðu þess að vera á rafbíl. Níutíu prósent væru ánægð með hraðhleðslustöðvarnar, en ekki væri alltaf ánægja með staðsetningar. Áhugi væri á hraðhleðslustöðvum meðal annars á Granda, í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á landsbyggðinni. Einnig væri áhugi fyrir smáforriti til að sjá hvort einhverjir séu á hraðhleðslustöðinni. Rafvæðing skipaflotans enn þá stærra mál Í erindi sínu á ráðstefninu vék Jón Björn Skúlason að rafvæðingu skipaflotans sem hann telur í raun miklu stærra mál en rafvæðingu bílaflotans. Hann sagði að mikill áhugi væri á því að skoða rafvæðingu haftengdrar starfsemi, verið væri að skoða nokkra mismunandi þætti og margir fundir hefðu verið haldnir. Hann nefndi dæmi um hvalaskoðunarbát sem var rafvæddur á Húsavík. Báturinn fer 250 hvalaskoðunarferðir á ári og sparnaðurinn á honum er álíka og á fjörutíu rafbílum. Það er því gríðarlegur ávinningur í rafvæðingu skipa.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira