Óánægð með jóladagatalið: „Þetta eru örugglega einhver mistök“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. desember 2015 22:06 Birgir, Margrét og Jóhannes Haukur eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun RÚV. Talsverð óánægja virðist ríkja með þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að jóladagatal þessa árs sé með dönsku tali og íslenskum texta en ekki talsett á íslensku. Það gæti orðið talsvert erfitt verkefni fyrir hæglæs eða ólæs börn að fylgjast með því sem fram fer í þáttunum þar sem persónurnar tala ekki hið ástkæra ylhýra. Fólk á Facebook hefur kvartað yfir þessari ákvörðun ríkisstofnunarinnar. „Jólatagatal sjónvarpsins hefur verið partur af aðventunni nánast svo lengi sem maður man eftir sér. Í dag, líkt og síðustu ár, biðu börnin mín spennt fyrir framan sjónvarpið eftir jóladagatalinu 2015. Það var mikil sorg þegar í ljós kom að það er á dönsku þetta árið en ekki með íslensku tali eins og venjulega,“ skrifar lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson og segist svekktur út í RÚV. Hann vonar að RÚV bjargi sér fyrir horn og sýni að auki eitthvað gamalt og gott á íslensku. Jóladagatalið í ár kallast Tidsrejsen sem hefur verið þýtt sem Tímaflakkið. Það segir frá hinni þrettán ára Sofie sem dreymir um að sameina fjölskyldu sína yfir jólin þrátt fyrir skilnað foreldra sinna. Hún er svo lánsöm að geta brúkað tímavél til að ferðast aftur í tímann en verkefnið er ekki jafn klippt og skorið og hana grunar. Margrét Friðriksdóttir lét sér ekki nægja að skrifa á Facebook og hringi því upp í Efstaleiti til að kvarta. „Ég upplifði hroka frá símatúlkunni og sagði hún að þetta væri væri bara svona og hún gæti ekkert gert í því. Ætli RÚV geri sér grein fyrir hversu mörg ung börn kunna ekki dönsku og eru ekki orðin það hraðlesin að þau geti lesið texta? Mér finnst þetta glatað,“ skrifar Margrét. Jóhannes Haukur Jóhannesson tekur í svipaðan streng og veltir því upp hvort danska útgáfa þáttarins hafi ekki alveg örugglega farið í loftið fyrir mistök. „Er RÚV í alvöru að sýna danskt jóladagatal fyrir íslensku börnin án þess að láta talsetja það?!? Þetta eru örugglega einhver mistök, vitlaus fæll settur í loftið eða eitthvað svoleiðis. Annað er bara svo kjánalegt eitthvað.“ „Jóladagatalið á RÚV er á dönsku með íslenskum texta. Er þá markhópurinn 5-10 ára börn sem hafa búið í Danmörku eða eiga danskt foreldri?“ skrifar Heimir Björnsson rappari og framhaldsskólakennari. Við vinnslu fréttarinnar svöruðu hvorki útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarsson eða Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri símhringingum fréttastofu. Samkvæmt heimildum Vísis stendur þó til að sýna að auki innlent jólabarnaefni í desembermánuði á stöðinni. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Talsverð óánægja virðist ríkja með þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að jóladagatal þessa árs sé með dönsku tali og íslenskum texta en ekki talsett á íslensku. Það gæti orðið talsvert erfitt verkefni fyrir hæglæs eða ólæs börn að fylgjast með því sem fram fer í þáttunum þar sem persónurnar tala ekki hið ástkæra ylhýra. Fólk á Facebook hefur kvartað yfir þessari ákvörðun ríkisstofnunarinnar. „Jólatagatal sjónvarpsins hefur verið partur af aðventunni nánast svo lengi sem maður man eftir sér. Í dag, líkt og síðustu ár, biðu börnin mín spennt fyrir framan sjónvarpið eftir jóladagatalinu 2015. Það var mikil sorg þegar í ljós kom að það er á dönsku þetta árið en ekki með íslensku tali eins og venjulega,“ skrifar lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson og segist svekktur út í RÚV. Hann vonar að RÚV bjargi sér fyrir horn og sýni að auki eitthvað gamalt og gott á íslensku. Jóladagatalið í ár kallast Tidsrejsen sem hefur verið þýtt sem Tímaflakkið. Það segir frá hinni þrettán ára Sofie sem dreymir um að sameina fjölskyldu sína yfir jólin þrátt fyrir skilnað foreldra sinna. Hún er svo lánsöm að geta brúkað tímavél til að ferðast aftur í tímann en verkefnið er ekki jafn klippt og skorið og hana grunar. Margrét Friðriksdóttir lét sér ekki nægja að skrifa á Facebook og hringi því upp í Efstaleiti til að kvarta. „Ég upplifði hroka frá símatúlkunni og sagði hún að þetta væri væri bara svona og hún gæti ekkert gert í því. Ætli RÚV geri sér grein fyrir hversu mörg ung börn kunna ekki dönsku og eru ekki orðin það hraðlesin að þau geti lesið texta? Mér finnst þetta glatað,“ skrifar Margrét. Jóhannes Haukur Jóhannesson tekur í svipaðan streng og veltir því upp hvort danska útgáfa þáttarins hafi ekki alveg örugglega farið í loftið fyrir mistök. „Er RÚV í alvöru að sýna danskt jóladagatal fyrir íslensku börnin án þess að láta talsetja það?!? Þetta eru örugglega einhver mistök, vitlaus fæll settur í loftið eða eitthvað svoleiðis. Annað er bara svo kjánalegt eitthvað.“ „Jóladagatalið á RÚV er á dönsku með íslenskum texta. Er þá markhópurinn 5-10 ára börn sem hafa búið í Danmörku eða eiga danskt foreldri?“ skrifar Heimir Björnsson rappari og framhaldsskólakennari. Við vinnslu fréttarinnar svöruðu hvorki útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarsson eða Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri símhringingum fréttastofu. Samkvæmt heimildum Vísis stendur þó til að sýna að auki innlent jólabarnaefni í desembermánuði á stöðinni.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira