Fótbolti

Rio: Svo vandræðalegt að leikmenn United eiga ekki eftir að þora út úr húsi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stuðningsmenn Manchester United þurfa að taka fimmtudagskvöldin frá í febrúar þegar Evrópudeildin fer af stað, en liðinu var hent út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi.

United tapaði, 3-2, fyrir Wolfsburg í Þýskalandi á sama tíma og PSV vann CSKA Moskvu á heimavelli sem þýðir að Manchester United spilar í Evrópudeildinni í annað sinn á þremur árum.

Sjá einnig:Van Gaal kenndi dómaranum um tapið í kvöld

Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United, var einn sérfræðinga BT Sport, sem sér um Meistaradeildarumfjöllunina í Bretlandi, í gærkvöldi og var ómyrkur í máli eftir að úrslitin lágu fyrir.

„Þetta er vandræðalegt. Hlustið nú. Ég var í liðinu þegar við fórum síðast í Evrópudeildina og þetta er bara til skammar,“ sagði Rio.

„Maður vill ekki fara út úr húsi eða ganga um í Manchester. Maður sér fólk horfa á sig og hugsa að maður sé ekki nógu góður.“

„Þegar allt er tekið til þarf þetta lið að fara í naflaskoðun. Það er enginn hraði í liðinu, enginn kraftur og engin seigla. Eins og staðan er horfir bara hver á annan,“ sagði Rio Ferdinand.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×