Lífið

Samhugur í miðborginni: Auglýsingaskilti vettvangur fyrir samstöðuskilaboð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Búið er að koma upp A4-blöðum með samstöðu skilaboðum á auglýsingaskiltum miðborgarinnar.
Búið er að koma upp A4-blöðum með samstöðu skilaboðum á auglýsingaskiltum miðborgarinnar. Twitter
Samhugur heimsbyggðarinnar með fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna í París hefur vart farið framhjá neinum. Þjóðarleiðtogar heimsins hafa keppst við að senda samúðarskeyti til franskra ráðamanna í dag og þá hafa samfélagsmiðlarnir verið undirlagið skilaboðum og myndum þeirra sem láta sig málið varða.

Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina

Íbúar miðborgarinnar og gestir þeirra hafa ekki farið varhluta af þessum samhug. Þannig hafa margir rekið augun í skilaboð sem komið hefur verið fyrir á nokkrum auglýsingaskiltum íslenska fataframleiðandans 66°.

Skilaboðin eru í formi A4 blaðs sem á hefur verið skrifað „Love Paris“ eða „Elskið París“ og búið er að skipta út tveimur stöfum fyrir rauð hjörtu.

Skiltin vettvangur fyrir samstöðuskilaboð

Vísi lá á að vita hvort um markaðsherferð frá fyrirtækinu væri að ræða. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°, segir svo ekki vera enda kom hann af fjöllum þegar Vísir náði tali af honum.

„Ég er bara að heyra um þetta fyrst núna.“ segir Fannar sem var augljóslega brugðið þegar Vísir tjáði honum að búið væri að koma upp „skilaboðum“ á auglýsingum fyrirtæksins. Fannari var hins vegar létt þegar honum var tjáð hvers eðlis þau voru. „Þetta er bara hið besta mál og við erum algjörlega til í að „fórna“ auglýsingunum okkar í þetta málefni.“

Fannar segir að fyrirtækið muni svo sannarlega ekki setja sig upp á móti slíkum skilaboðum, hvað þá fjarlægja þau. „Við erum ekkert að fara að beita okkur í þessu eða kalla út menn til að rífa þetta niður. Ætli við leyfum ekki fólki bara að nýta þetta sem vettvang fyrir svona skilaboð,“ segir Fannar. 


Tengdar fréttir

Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn

Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×