Innlent

Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigríður Björk ávarpaði mannfjöldann sem tók fálega í útskýringar hennar.
Sigríður Björk ávarpaði mannfjöldann sem tók fálega í útskýringar hennar. vísir/vilhelm

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum.

Eins og Vísir greindi frá hér fyrr í dag eru þar nú nokkur hundruð manns fyrir framan lögreglustöðina til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum.

Sjá einnig: „Við viljum bara að eitthvað verði gert“

Lögreglustjórinn ávarpaði mannfjöldann og svaraði spurningum, þeirra á meðal var af hverju gæsluvarðhalds var ekki krafist yfir nauðgurnum tveimur sem Fréttablaðið greindi frá í dag.

Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan tóku viðstaddir fálega í útskýringar Sigríðar sem sagðist ekki geta tjáð sig um einstaka mál.

„Svaraðu!“ var kallað og þá var púað á lögreglustjórann. „Þetta er aumingjaskapur. Þú ert asni. Þetta er brot á lögum!“ er meðal þess sem beint var að lögreglustjóranum og sjá má í myndbandinu hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.