Feðgar númer tvö sem verða báðir meistarar utan Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2015 11:00 Eyjólfur Sverrisson og Hólmar Örn Eyjólfsson. Vísir/Getty Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í liði Rosenborg tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn í fótbolta en með Hólmar leikur landi hans Matthías Vilhjálmsson. Rosenborg gerði þá 3-3 jafntefli á móti Strömsgodset sem er í öðru sæti deildarinnar. Eftir þessi úrslit munar tíu stigum á liðunum en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þetta er fyrsti meistaratitill Rosenborg BK í fimm ár (síðast 2010) og fyrsti meistaratitill hins 25 ára gamla Hólmars Arnar á atvinnumannaferli hans. Hólmar Örn lék eftir afrek pabba síns, Eyjólfs Sverrissonar, að verða meistari í öðru landi. Eyjólfur Sverrisson var bæði þýskur og tyrkneskur meistari á sínum ferli en í bæði skiptin var hann undir stjórn Christoph Daum. Eyjólfur var með 3 mörk í 31 leik með Stuttgart þegar hann varð þýskur meistari með félaginu 1992 og þremur árum seinna var hann með með 9 mörk í 33 leikjum þegar hann hjálpaði Besiktas að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skorað eitt mark og gefið fjórar stoðsendingar í 27 leikjum með Rosenborg en hann hefur spilað alla leiki nema einn. Aðeins feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen hafa komist í þennan klúbb það er að verða báðir meistarar í efstu deild í öðru landi. Arnór Guðjohnsen var þrisvar belgískur meistari með Anderlecht frá 1985 til 1987 en Eiður Smári vann enska titilinn tvisvar með Chelsea (2005 og 2006) og spænska titilinn einu sinni með Barcelona (2009). Hólmar Örn Eyjólfsson kom til Rosenborg á miðju síðasta tímabili og vann sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur oftast spilað sem miðvörður á þessu tímabili en var í hlutverki hægri bakvarðar í jafntefli á móti Strömsgodset í gær. Eyjólfur spilaði margar stöður með Stuttgart á titilárinu, mest á miðjunni en einnig í vörninni. Hann spilaði mest á miðjunni hjá Besiktas. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í liði Rosenborg tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn í fótbolta en með Hólmar leikur landi hans Matthías Vilhjálmsson. Rosenborg gerði þá 3-3 jafntefli á móti Strömsgodset sem er í öðru sæti deildarinnar. Eftir þessi úrslit munar tíu stigum á liðunum en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þetta er fyrsti meistaratitill Rosenborg BK í fimm ár (síðast 2010) og fyrsti meistaratitill hins 25 ára gamla Hólmars Arnar á atvinnumannaferli hans. Hólmar Örn lék eftir afrek pabba síns, Eyjólfs Sverrissonar, að verða meistari í öðru landi. Eyjólfur Sverrisson var bæði þýskur og tyrkneskur meistari á sínum ferli en í bæði skiptin var hann undir stjórn Christoph Daum. Eyjólfur var með 3 mörk í 31 leik með Stuttgart þegar hann varð þýskur meistari með félaginu 1992 og þremur árum seinna var hann með með 9 mörk í 33 leikjum þegar hann hjálpaði Besiktas að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skorað eitt mark og gefið fjórar stoðsendingar í 27 leikjum með Rosenborg en hann hefur spilað alla leiki nema einn. Aðeins feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen hafa komist í þennan klúbb það er að verða báðir meistarar í efstu deild í öðru landi. Arnór Guðjohnsen var þrisvar belgískur meistari með Anderlecht frá 1985 til 1987 en Eiður Smári vann enska titilinn tvisvar með Chelsea (2005 og 2006) og spænska titilinn einu sinni með Barcelona (2009). Hólmar Örn Eyjólfsson kom til Rosenborg á miðju síðasta tímabili og vann sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur oftast spilað sem miðvörður á þessu tímabili en var í hlutverki hægri bakvarðar í jafntefli á móti Strömsgodset í gær. Eyjólfur spilaði margar stöður með Stuttgart á titilárinu, mest á miðjunni en einnig í vörninni. Hann spilaði mest á miðjunni hjá Besiktas.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira