Lífið

Leitar týnds upphluts ömmu sinnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigrún og amma hennar. Til hægri sést upphluturinn vel.
Sigrún og amma hennar. Til hægri sést upphluturinn vel. Myndir/Sigrún Guðmundsdóttir
Kópavogsbúinn Sigrún Guðmundsdóttir leitar um þessar mundir logandi ljósi að upphlut ömmu sinnar og alnöfnu, sem týndist þann 16. september síðastliðinn. Hún býður fundarverðlaun fyrir flíkina, enda um fjölskylduerfðagrip að ræða.

„Amma verður 88 ára í ár og mamma hennar átti skikkjuna og upphlutinn,“ segir Sigrún. „Þannig að þetta er mjög gamalt. Og mikilvægt í fjölskyldunni.“

Að sögn Sigrúnar fékk hún upphlutinn og skikkjuna lánaða frá ömmu sinni í stórum poka sem hún fór með í miðbæ Reykjavíkur.

„Ég ætlaði að gera listaverk með þessu, taka myndir og svona,“ segir hún. „Svo fer ég á kaffihús áður en ég fer heim og í vinnuna. Ég man það þannig að ég hafi alltaf verið með upphlutinn með mér og að passa upp á hann.“

Sigrún segist búin að leita vandlega á öllum stöðum sem hún heimsótti, sem og að hafa samband við Strætó án árangurs. Hún biðlar því til þeirra sem gætu hafa rekist á gripinn en ekki vitað hvert ætti að snúa sér.

Kæra fjölskylda, vinir og kunningjar!Þann 16. September lánaði amma mér búning fyrir gjörningUpplut (vestið með...

Posted by Sigrún Guðmundsdóttir on 28. september 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×