Marvin: Okkur vantar enn þá þann stóra Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2015 07:30 Marvin Valdimarsson. vísir/valli Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í Lengjubikar karla í körfubolta á laugardaginn, en bikarmeistararnir höfðu betur gegn Þór frá Þorlákshöfn, 72-58, í úrslitaleiknum sem fram fór í Iðu á Selfossi. Marvin Valdimarsson, framherji Stjörnumanna, var næst stigahæstur í liði Stjörnunnar með 15 stig auk þess sem hann tók sex fráköst. „Við spiluðum vel. Varnarleikurinn var góður og við náðum að stoppa þeirra lykilmenn algjörlega,“ segir Marvin við Fréttablaðið. Staðan í hálfleik var 45-33 fyrir Stjörnuna sem náði að halda annars vel spilandi Þórsliði undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar undir sextíu stigum. „Okkar sóknarleikur var ekkert frábær en við náðum að riðla þeirra sóknarleik og stoppa þeirra bestu menn eins og Þorstein, Ragnar Örn og Ragga stóra auðvitað. Tómas Heiðar spilaði líka flotta vörn á Kanann þeirra,“ segir Marvin. Tómas Heiðar Holton, sem bauð upp á skotlínuna 50/50/90 á síðustu leiktíð sem leikmaður Þórs, söðlaði um og gekk í raðir Stjörnunnar. Þar er honum ætlað að fylla í skarð Dags Kár Jónssonar sem fór í háskóla í Bandaríkjunum. „Maður hefur kynnst því að spila núna með Tomma hversu þægilegt það er. Hann tekur ekki neitt frá neinum og er góður sendingamaður og auðvitað frábær skotmaður. Hann er líka bara geðugur piltur sem hefur alltaf verið líst sem miklum liðsmanni,“ segir Marvin. Stjarnan mætir inn í Dominos-deildina með gott lið og er líklegt til afreka. Liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og hélt nánast öllu liðinu en bætir við sig Tómasi fyrir Dag Kár. „Ég held við séum orðnir fullmannaðir. Ég allavega veit ekki betur. Þetta lið hefur styrkleika til að gera atlögu að titlinum. Við ætlum okkur allavega ekki að sætta okkur við eitthvað miðjumoð,“ segir Marvin sem vill vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Við urðum bikarmeistarar og unnum þar KR sem er alltaf spáð titlinum. Við höfum sýnt undanfarin ár að við getum unnið KR. Það er búið að vera virkilega gaman að vinna bikarmeistaratitilinn undanfarin ár en okkur vantar enn þann stóra,“ segir Marvin Valdimarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í Lengjubikar karla í körfubolta á laugardaginn, en bikarmeistararnir höfðu betur gegn Þór frá Þorlákshöfn, 72-58, í úrslitaleiknum sem fram fór í Iðu á Selfossi. Marvin Valdimarsson, framherji Stjörnumanna, var næst stigahæstur í liði Stjörnunnar með 15 stig auk þess sem hann tók sex fráköst. „Við spiluðum vel. Varnarleikurinn var góður og við náðum að stoppa þeirra lykilmenn algjörlega,“ segir Marvin við Fréttablaðið. Staðan í hálfleik var 45-33 fyrir Stjörnuna sem náði að halda annars vel spilandi Þórsliði undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar undir sextíu stigum. „Okkar sóknarleikur var ekkert frábær en við náðum að riðla þeirra sóknarleik og stoppa þeirra bestu menn eins og Þorstein, Ragnar Örn og Ragga stóra auðvitað. Tómas Heiðar spilaði líka flotta vörn á Kanann þeirra,“ segir Marvin. Tómas Heiðar Holton, sem bauð upp á skotlínuna 50/50/90 á síðustu leiktíð sem leikmaður Þórs, söðlaði um og gekk í raðir Stjörnunnar. Þar er honum ætlað að fylla í skarð Dags Kár Jónssonar sem fór í háskóla í Bandaríkjunum. „Maður hefur kynnst því að spila núna með Tomma hversu þægilegt það er. Hann tekur ekki neitt frá neinum og er góður sendingamaður og auðvitað frábær skotmaður. Hann er líka bara geðugur piltur sem hefur alltaf verið líst sem miklum liðsmanni,“ segir Marvin. Stjarnan mætir inn í Dominos-deildina með gott lið og er líklegt til afreka. Liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og hélt nánast öllu liðinu en bætir við sig Tómasi fyrir Dag Kár. „Ég held við séum orðnir fullmannaðir. Ég allavega veit ekki betur. Þetta lið hefur styrkleika til að gera atlögu að titlinum. Við ætlum okkur allavega ekki að sætta okkur við eitthvað miðjumoð,“ segir Marvin sem vill vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Við urðum bikarmeistarar og unnum þar KR sem er alltaf spáð titlinum. Við höfum sýnt undanfarin ár að við getum unnið KR. Það er búið að vera virkilega gaman að vinna bikarmeistaratitilinn undanfarin ár en okkur vantar enn þann stóra,“ segir Marvin Valdimarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum