Seðlabankann skorti lagaheimild fyrir stofnun ESÍ Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. október 2015 18:30 Umboðsmaður Alþingis telur að Seðlabankann hafi skort lagaheimild til að stofna Eignasafn Seðlabanka Íslands en þar eru eignir upp á hundruð milljarða króna. Þá gerir umboðsmaður alvarlegar athugasemdir við framkvæmd gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri almennri athugun embættisins á málefnum Seðlabanka Íslands. Tilefni athugunar umboðsmanns voru m.a. kvartanir sem bárust embætti hans um að Seðlabankinn hafi ekki fylgt réttum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins vegna meðferðar mála þar sem til athugunar voru brot á gjaldeyrisreglum vegna gjaldeyrishafta. Þá hafi borist kvartanir um að framkvæmd bankans vegna leyfisveitinga og undanþága vegna gjaldeyrismála hafi verið ógagnsæ meðal annars þar sem ákvarðanir voru ekki birtar. Í athugun umboðsmanns er fjallað sérstaklega um mál félaga sem fjárfestu af svokölluðum Vostro-reikningum í fjármálagerningum óskráðra félaga eða eignarhaldsfélaga. Þarna er augljóslega verið að fjalla um mál Ursusar ehf. í eigu Heiðars Guðjónssonar en Seðlabankinn hafði grun um að félagið hefði brotið gegn gjaldeyrisreglunum en málið var síðar fellt niður af ákæruvaldinu. Í úttekt umboðsmanns segir að afstaða Seðlabankans hafi verið sérstaklega byggð á því hvernig bankinn „hefði í eigin leiðbeiningum túlkað tiltekna reglu“ frekar en að taka afstöðu til þess hvernig viðskipti féllu að orðalagi sem kom fram í settum reglum um gjaldeyrismál. Umboðsmaður segir að stjórnvöld og Seðlabankinn eigi að „gæta þess betur að reglur, sem á hverjum tíma er ætlað að vera grundvöllur afskipta stjórnvalda af borgurunum og rannsóknarathafna vegna meintra brota, séu settar af þar til bærum aðilum og í því formi sem reglur um refsiheimildir og viðurlög áskilja. Leiðbeiningar sem stjórnvöld gefa út uppfylla almennt ekki þær kröfur.“Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og eigandi Ursusar ehf.Fagnar niðurstöðu umboðsmanns „Ég fagna þessu bréfi mjög og þetta á ekki bara við um mig heldur um þá hundrað aðila sem Seðlabankinn hefur tekið til rannsóknar vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál. Þær rannsóknir eru harðlega gagnrýndar þarna og í raun stendur ekki steinn yfir steini í vinnubrögðum Seðlabankans,“ segir Heiðar Guðjónsson. Segja má að Heiðar sé fyrst núna að fá niðurstöðu í kvörtun sína til umboðsmanns, þótt ekki sé félag hans nefnt á nafn í textanum, fimm árum eftir að hann lagði kvörtunina fram. Nokkuð hvöss gagnrýni kemur fram í athugun umboðsmanns á fyrirkomulag gjaldeyriseftirlits og breytingar á reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál en talsverður fjöldi mála hefur verið felldur niður því breytingar á reglum höfðu ekki verið staðfestar af ráðherra eða refsiheimildir voru ekki nægilega skýrar. Þá má ekki líta á eftirfarandi texta í athugun umboðsmanns á annað en beina gagnrýni á Má Guðmundsson seðlabankastjóra: „(É)g tel það miður þegar forstöðumenn ríkisstofnana sem fara með rannsóknarvald (…) vísa til þess að ástæða þess að fella hefur þurft niður rannsóknir mála, t.d. með ákvörðun ákæruvaldsins, megi rekja til vanbúnaðar í lögum eða mistaka við lagasetningu. Það er einmitt verkefni stjórnvalda að gæta að því að þau hafi nægar heimildir í lögum til þeirra athafna og ákvarðana gagnvart borgurunum sem þau grípa til.“Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.gvaUmboðsmaður fjallar sérstaklega um Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) í athugun sinni en í það félag fóru eignir sem Seðlabankinn leysti til sín eftir bankahrunið haustið 2008 vegna lána til fjármálafyrirtækja. ESÍ á í dag eignir upp á hundruð milljarða króna. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu lagaheimild hafi skort fyrir stofnun félagsins en hann segir: „Ég fæ ekki séð að ótvíræður lagagrundvöllur hafi verið til staðar þegar verkefni Seðlabanka Íslands á sviði umsýslu og fyrirsvars tiltekinna krafna og annarra eigna bankans voru færð til einkahlutafélags í eigu bankans. (…) Ég tel mikilvægt að ef það er á annað borð vilji stjórnvalda að viðhalda því fyrirkomulagi að verkefni Seðlabanka Íslands séu falin sérstöku einkahlutafélagi í eigu bankans verði leitað eftir afstöðu Alþingis til þess hvort setja eigi slíka heimild í lög.“ Í þessari frétt hefur aðeins verið tæpt á nokkrum atriðum í athugun umboðsmanns sem hefur á köflum að geyma mjög hvassa gagnrýni á Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafði ekki tök á að veita fréttastofunni viðtal til að svara fyrir þessa gagnrýni en hann er staddur erlendis. Seðlabankinn hefur frest til 16. apríl á næsta ári til að bregðast við athugun umboðsmanns. Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis telur að Seðlabankann hafi skort lagaheimild til að stofna Eignasafn Seðlabanka Íslands en þar eru eignir upp á hundruð milljarða króna. Þá gerir umboðsmaður alvarlegar athugasemdir við framkvæmd gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri almennri athugun embættisins á málefnum Seðlabanka Íslands. Tilefni athugunar umboðsmanns voru m.a. kvartanir sem bárust embætti hans um að Seðlabankinn hafi ekki fylgt réttum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins vegna meðferðar mála þar sem til athugunar voru brot á gjaldeyrisreglum vegna gjaldeyrishafta. Þá hafi borist kvartanir um að framkvæmd bankans vegna leyfisveitinga og undanþága vegna gjaldeyrismála hafi verið ógagnsæ meðal annars þar sem ákvarðanir voru ekki birtar. Í athugun umboðsmanns er fjallað sérstaklega um mál félaga sem fjárfestu af svokölluðum Vostro-reikningum í fjármálagerningum óskráðra félaga eða eignarhaldsfélaga. Þarna er augljóslega verið að fjalla um mál Ursusar ehf. í eigu Heiðars Guðjónssonar en Seðlabankinn hafði grun um að félagið hefði brotið gegn gjaldeyrisreglunum en málið var síðar fellt niður af ákæruvaldinu. Í úttekt umboðsmanns segir að afstaða Seðlabankans hafi verið sérstaklega byggð á því hvernig bankinn „hefði í eigin leiðbeiningum túlkað tiltekna reglu“ frekar en að taka afstöðu til þess hvernig viðskipti féllu að orðalagi sem kom fram í settum reglum um gjaldeyrismál. Umboðsmaður segir að stjórnvöld og Seðlabankinn eigi að „gæta þess betur að reglur, sem á hverjum tíma er ætlað að vera grundvöllur afskipta stjórnvalda af borgurunum og rannsóknarathafna vegna meintra brota, séu settar af þar til bærum aðilum og í því formi sem reglur um refsiheimildir og viðurlög áskilja. Leiðbeiningar sem stjórnvöld gefa út uppfylla almennt ekki þær kröfur.“Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og eigandi Ursusar ehf.Fagnar niðurstöðu umboðsmanns „Ég fagna þessu bréfi mjög og þetta á ekki bara við um mig heldur um þá hundrað aðila sem Seðlabankinn hefur tekið til rannsóknar vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál. Þær rannsóknir eru harðlega gagnrýndar þarna og í raun stendur ekki steinn yfir steini í vinnubrögðum Seðlabankans,“ segir Heiðar Guðjónsson. Segja má að Heiðar sé fyrst núna að fá niðurstöðu í kvörtun sína til umboðsmanns, þótt ekki sé félag hans nefnt á nafn í textanum, fimm árum eftir að hann lagði kvörtunina fram. Nokkuð hvöss gagnrýni kemur fram í athugun umboðsmanns á fyrirkomulag gjaldeyriseftirlits og breytingar á reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál en talsverður fjöldi mála hefur verið felldur niður því breytingar á reglum höfðu ekki verið staðfestar af ráðherra eða refsiheimildir voru ekki nægilega skýrar. Þá má ekki líta á eftirfarandi texta í athugun umboðsmanns á annað en beina gagnrýni á Má Guðmundsson seðlabankastjóra: „(É)g tel það miður þegar forstöðumenn ríkisstofnana sem fara með rannsóknarvald (…) vísa til þess að ástæða þess að fella hefur þurft niður rannsóknir mála, t.d. með ákvörðun ákæruvaldsins, megi rekja til vanbúnaðar í lögum eða mistaka við lagasetningu. Það er einmitt verkefni stjórnvalda að gæta að því að þau hafi nægar heimildir í lögum til þeirra athafna og ákvarðana gagnvart borgurunum sem þau grípa til.“Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.gvaUmboðsmaður fjallar sérstaklega um Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) í athugun sinni en í það félag fóru eignir sem Seðlabankinn leysti til sín eftir bankahrunið haustið 2008 vegna lána til fjármálafyrirtækja. ESÍ á í dag eignir upp á hundruð milljarða króna. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu lagaheimild hafi skort fyrir stofnun félagsins en hann segir: „Ég fæ ekki séð að ótvíræður lagagrundvöllur hafi verið til staðar þegar verkefni Seðlabanka Íslands á sviði umsýslu og fyrirsvars tiltekinna krafna og annarra eigna bankans voru færð til einkahlutafélags í eigu bankans. (…) Ég tel mikilvægt að ef það er á annað borð vilji stjórnvalda að viðhalda því fyrirkomulagi að verkefni Seðlabanka Íslands séu falin sérstöku einkahlutafélagi í eigu bankans verði leitað eftir afstöðu Alþingis til þess hvort setja eigi slíka heimild í lög.“ Í þessari frétt hefur aðeins verið tæpt á nokkrum atriðum í athugun umboðsmanns sem hefur á köflum að geyma mjög hvassa gagnrýni á Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafði ekki tök á að veita fréttastofunni viðtal til að svara fyrir þessa gagnrýni en hann er staddur erlendis. Seðlabankinn hefur frest til 16. apríl á næsta ári til að bregðast við athugun umboðsmanns.
Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira