Enski boltinn

Ferguson hefur trú á Klopp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ferguson stýrði Manchester United 13 sinnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni.
Ferguson stýrði Manchester United 13 sinnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Jürgen Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool en Þjóðverjinn var kynntur til leiks sem næsti stjóri Bítlaborgarliðsins í dag.

„Þetta er góð ráðning,“ sagði Ferguson í viðtali við Shaka Hislop á ESPN en brot úr því má sjá hér að neðan.

„Ég hef mikið álit á honum og þekki hann nokkuð vel. Hann er sterkur persónuleiki, mjög þrjóskur og ákveðinn og hann náði frábærum árangri hjá Dortmund.

„Ég held hann muni standa sig mjög vel hjá Liverpool, þótt það sé erfitt fyrir mig að segja það,“ sagði Ferguson og hló.

Sjá einnig: Klopp drakk í sig söguna á Anfield | Myndir



Nokkuð hefur verið rætt um félagaskiptanefnd Liverpool en á blaðamannafundi í dag taldi Klopp ekki vandamál að starfa með henni.

„Hvað mig varðar er það nóg að eiga fyrsta og síðasta orðið. Þess á milli má ræða allt saman. Það myndi ekki taka langan tíma því við viljum aðeins ræða um mjög góða leikmenn,“ sagði Þjóðverjinn.

Ferguson segist aldrei hafa þurft að glíma við slíka félagaskiptanefnd á ferli sínum.

„Ef þú treystir ekki stjóranum þínum, af hverju að vera með hann í starfi?“ sagði Ferguson og bætti því að það væri stjórans að ákveða hvaða leikmenn hann fengi til liðsins.


Tengdar fréttir

Klopp drakk í sig söguna á Anfield | Myndir

Jürgen Klopp var kynntur í dag sem nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool en hann tók á móti blaðamönnum og ljósmyndurum á Anfield í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×