Viðskipti innlent

Á þriðja milljarð í húsnæðismál

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Markmiðið með hækkun frítekjumarks er að hvetja leigjendur til langtímaleigu.
Markmiðið með hækkun frítekjumarks er að hvetja leigjendur til langtímaleigu.
Búist er við að framlög vegna húsnæðismála, uppbyggingar félagslegra leigubíbuða og aukins stuðnings við leigjendur muni nema 2,6 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016.

Lagt er til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigumtekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækka úr 14 prósentum í 10 prósent. Markmiðið með þessu er að hvetja til langtímaleigu íbúðahúsnæðis.



Samkvæmt reglum um fjármagnstekjuskatt eru leigutekjur af lausafé, fasteignum eða eignaréttindum sem ekki tengjast atvinnurekstri skattlagðar samkvæmt skattframtali og teljast til fjármagnstekna. Skatturinn er alfarið greiddur eftirá og tekur mið af fjármagnstekjuskattshlutfalli. Hingað til hefur ekki verið greiddur fjármagnstekjuskattur af 30 prósent af tekjum af útleigu íbúðarhúsnæðis.

Þetta frítekjumark er ákvarðað í álagningu á grundvelli skattframtals og færast því einungis til skattskyldra tekna 70 prósent af fenginni leigu þótt gera eigi grein fyrir leigutekjum.


Tengdar fréttir

Húsnæðismál Eyglóar í fjárlagafrumvarpi

Gert er ráð fyrir húsnæðismálafrumvarpi Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, í komandi fjárlagafrumvarpi. Áhyggjur eru af afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×