Körfubolti

Pavel: Reynum að vera eins pirrandi og við getum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij í baráttunni í dag.
Pavel Ermolinskij í baráttunni í dag. Vísir/Valli
„Við vissum alveg að þetta gat líka gerst. Þessar lokatölur eru kannski það sem flestir bjuggust fyrir fram.,“ sagði Pavel Ermolinskij, eftir tapið á móti Serbíu í dag. Íslenska liðið lék þarna sinn þriðja leik á Evrópumótinu og varð að sætta sig við 29 stiga tap.

„Þrátt fyrir fína frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum getum við heldur ekki farið of langt framúr okkur. Við erum ennþá að spila á móti Serbíu og Spáni og þessum þjóðum. Þessar lokatölur eru ekkert ótrúlegar,sagði Pavel en þetta var fyrsti skellur íslensku strákanna á Eurobasket.

Íslenska liðið var bara tíu stigum undir í hálfleik en gaf mikið eftir í seinni hálfleiknum.

„Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við fengum fullt af opnum skotum og hefðum átt að setja þau niður. Þetta var eitt til tvö skot til eða frá. Þeir eru stórir og þeir eru góðir. Það er bara takmarkað sem við getum gert á móti því. Við getum reynt að vera eins pirrandi og við getum en þeir finna alltaf einhverja veikleika hjá okkur,“ sagði Paævel.

„Það var komin þreyta í okkur í seinni hálfleik. Maður fann það alveg. Það fór mikil orka í fyrri hálfleikinn hjá okkur . Á móti fór mini orka í hann hjá þeim að spila á móti okkur en hjá okkur að spila á móti þeim. Þeir héldu áfram að gera sömu hlutina, fengu opin skot og settu þau niður. Við gerðum allt rétt að það sem við vildum gera en þarna kemur inn að þetta eru frábærir leikmenn. Þegar þeir fá opin skot þá setja þau niður,“ segir Pavel.

Íslenska liðið er að reyna að loka teignum hjá sér og þá opnast góð skotfæri fyrir utan. „Þetta er bara stærfræðireikingur hjá okkur að láta þá frekar skjóta fyrir utan,“ sagði Pavel.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×