Körfubolti

Þruman jafnaði með góðum enda­spretti og Boston einum sigri frá úr­slitum Austursins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander fór fyrir Oklahoma City Thunder í sigrinum á Dallas Mavericks í nótt.
Shai Gilgeous-Alexander fór fyrir Oklahoma City Thunder í sigrinum á Dallas Mavericks í nótt. getty/Tim Heitman

Oklahoma City Thunder jafnaði metin í einvíginu gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri í fjórða leik liðanna í nótt, 96-100. Staðan í einvíginu er 2-2.

Dallas var lengst af með forystuna en OKC seig fram úr undir lokin. Varnarleikur Þrumunnar var sterkur í seinni hálfleik þar sem Mavericks skoraði einungis 42 stig.

Shai Gilgeous-Alexander skoraði 34 stig fyrir Oklahoma og tók átta fráköst. Chet Holmgren skoraði átján stig og Lou Dort sautján.

P.J. Washington heldur áfram að spila vel fyrir Dallas og skoraði 21 stig og tók tólf fráköst. Luka Doncic var með þrefalda tvennu; átján stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar, en hitti illa og tapaði boltanum sjö sinnum. Kyrie Irving var svo aðeins með níu stig.

Boston Celtics er einum sigri frá því að komast í úrslit Austurdeildarinnar eftir sigur á Cleveland Cavaliers, 102-109. Staðan í einvíginu er 3-1, þeim grænu í vil.

Þrátt fyrir að Donovan Mitchell gæti ekki leikið með vegna meiðsla gerðu leikmenn Cavs Celtics erfitt fyrir og leikurinn var jafn.

Jayson Tatum skoraði 33 stig og tók ellefu fráköst fyrir Boston og Jaylen Brown var með 27 stig. Jrue Holiday skoraði sextán.

Darius Garland skoraði þrjátíu stig fyrir Cleveland og Even Mobley og Caris LeVert sitt hvor nítján stigin.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×