Erlent

Gulllest Nasista í Póllandi fundin?

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að allt að 300 tonn af gulli gætu verið í lestinni.
Talið er að allt að 300 tonn af gulli gætu verið í lestinni. Vísir/Getty
Tveir menn í Póllandi segjast hafa fundið lest sem sagan segir að Nasistar hafi notað til að flytja gull og gersemar frá Póllandi í lok Seinni heimstyrjaldarinnar. Talið var að lestin hefði horfið nærri borginni Wroclaw þegar hermenn sovétríkjanna nálguðust svæðið árið 1945.

Lögmannastofa nærri borginni segir tvo menn hafa fundið lestina og að þeir vilji fá tíu prósent virði hennar fyrir fundinn.

Nánar tiltekið hafa lengi gengið sögur um að lestin hafi horfið nærri Ksiaz kastalanum og er lögmannastofan staðsett í bænum Walbrzych sem er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá kastalanum. Bæjarstjóri Walbrzych segir í samtali við BBC að hann sé vantrúaður á að lestin hafi fundist.

Hins vegar er nú unnið að því að sannreyna sögu mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×