Lífið

Jóhannes Haukur í Game of Thrones

Birgir Olgeirsson skrifar
Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Jóhannes Haukur Jóhannesson. Vísir/Stefán

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur fengið hlutverk í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár. Samkvæmt heimildum Vísis er reiknað með að Jóhannes Haukur muni birtast í tveimur þáttum í sjöttu seríu þessarar þáttaraðar en hvert hlutverk hans verður ekki vitað. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því leitað.

Tökur sjöttu seríunnar hafa staðið yfir á Spáni og Írlandi það sem af er sumri en Jóhannes Haukur mun bætast í hóp þeirra Íslendinga sem hafa nú þegar leikið í Game of Thrones. Má þar fyrstan og fremstan nefna Hafþór Júlíus Björnsson sem lék Gregor Clegane, sem gekk undir viðurnefninu Fjallið. Meðlimir Sigur Rósar áttu einnig innkomu í fjórðu seríu þáttanna þar sem sveitin spilaði sína útgáfu af þjóðlagi úr þáttunum sem heitir The Rains of Castamere.

Þá hafa þættirnir verið teknir upp hér á landi og því Íslandstengingin orðin þó nokkur við Game of Thrones.

Jóhannes Haukur hefur gert það gott undanfarið en hann birtist nýverið á skjánum sem Tómas, einn af lærisveinum Jesú, í bandarísku þáttunum A.D.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.