Innlent

Þóra nýr ritstjóri Kastljóssins

Atli ísleifsson skrifar
Þóra Arnórsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir. Vísir/GVA
Þóra Arnórsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Kastljóss á RÚV og tekur hún við stöðunni af Sigmari Guðmundssyni.

Þetta kemur fram í frétt RÚV. Kemur fram að Sigmar fari að eigin ósk í önnur störf hjá stofnuninni.

Þóra hefur gegnt stöðu aðstoðarritstjóra Kastljóss síðastliðin ár.

Í tilkynningu frá RÚV er haft eftir Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV, að Kastljós verði áfram beittur og öflugur fréttaþáttur undir stjórn Þóru.

Þóra segir stefnuna vera þá að efla þáttinn enn frekar næsta vetur. „
Það er stórt skarð að fylla í þættinum nú þegar Sigmar hverfur til annarra verkefna eftir 13 ára starf – en RÚV býr góðu heilli að góðum mannskap sem mun leggja Kastljósi lið á komandi vetri,“ segir Þóra.

Fyrir liggur að Kastljós RÚV verður með talsvert breyttu sniði þegar þátturinn kemur úr sumarfríi 24. ágúst næstkomandi.


Tengdar fréttir

Sigmar hættir í Kastljósinu

Unnið að breytingum á Kastljósi. Skoðað hvort Djöflaeyjan tengist þættinum með óbeinum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×