Innlent

Þingey heimilt sem eiginnafn en ekki sem millinafn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ætli eitthvert þeirra heiti Eiþeilþía Kóreksdóttir?
Ætli eitthvert þeirra heiti Eiþeilþía Kóreksdóttir? vísir/daníel
Héðan í frá mega konur bera nafnið Þingey sem eiginnafn en óheimilt er að bera nafnið sem millinafn þar sem það ber einkenni eiginnafna. Þetta er niðurstaða Mannanafnanefndar en hún kvað upp úrskurð í níu málum fyrir skemmstu.

Nefndin féllst á það að stúlku sem er dóttir mann að nafni Piotr verði heimilt að vera Pétursdóttir. Einnig voru karlmannsnöfnin Kórekur og Remek samþykkt og sömu sögu er að segja af kvenmannsnöfnunum Ilse og Lilý. Karlmannsnafninu Dylan var hins vegar hafnað.

Nafninu Eileithyia var hafnað annað skiptið í röð en hins vegar hefur nefndin sett íslensku útgáfuna Eileiþía á mannanafnaskrá.

Þrjú skilyrði þarf til að hægt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×