Innlent

E-töflugerðarvél haldlögð í umfangsmikilli fíkniefnarannsókn

Bjarki Ármannsson skrifar
Samkvæmt heimildum Vísis var e-töflugerðarpressa haldlögð í geymsluhúsnæði á Granda í Reykjavík.
Samkvæmt heimildum Vísis var e-töflugerðarpressa haldlögð í geymsluhúsnæði á Granda í Reykjavík. vísir/Getty
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á mikið magn e-taflna í íbúðarhúsnæði í umdæminu í lok síðasta mánaðar. Að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni er talið að þær hafi verið framleiddar í öflugri töflugerðarpressu sem er nú sömuleiðis í vörslu lögreglu.

Samkvæmt heimildum Vísis var pressan haldlögð í geymsluhúsnæði á Granda í Reykjavík. Fimm karlmenn voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, sem er sögð umfangsmikil.

Fjórir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, og eru tveir enn í haldi lögreglu. Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×