Þingmönnum stillt upp við vegg í óskamáli sumra Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2015 13:45 Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Á. Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, kaus ein gegn þingsályktunartillögun um stofnun Jafnréttissjóðs í dag. Hún er ósátt við hvernig þingmönnum var stillt upp við vegg í málinu - sem hún kallar óskamál sumra. „En í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á. Þetta er eyðsla á háum fjármunum langt fram á næsta kjörtímabil“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Sigríður segir að henni þyki margt hafa verið ábótavant í aðdraganda tillögunnar. Þingmenn hafi ekki fengið veður af henni fyrr en um leið og hún var lögð fram og henni hafi síðar verið breytt í grundvallaratriðum eftir gagnrýni Kvenréttindafélags Íslands sem reifuð var hér á Vísi í gær.Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. Sigríður segist andsnúin þessari stefnubreytingu. „Ég vil heldur að þessum fjármunum sé veitt til þeirra landa eða á þá staði þar sem virkilega er þörf á því og þar sem við eigum eitthvað erindi. Þar sem við höfum einhverju að miðla, sem er í jafnréttis- og mannréttindamálum,“ segir Sigríður. „Ef menn eru sammála um að þessi peningur sé til og þeir séu sammála um að eyða honum á einhvern hátt með jafnrétti í huga – og þá sérstaklega jafnrétti handa konum eða mannréttindum kvenna – þá hefði ég getað sætt mig við það að þessu fé væri eytt í einhvers konar þróunaraðstoð.“ Nú sé orðalag ályktunarinnar á þá leið að hún hafi ekki getað samþykkt það. „Nú er talað ómarkvisst um alþjóðastarf og verkefnin sem þarna eru tíunduð eru öll svo loðin. Þetta er sett í hendur einhverrar þriggja manna stjórnar og í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á,“ segir Sigríður og bætir við: „Ég er ósátt við það að svona hátíðsdagar og svona hátíðsfundir á Alþingi, séu notaðir fyrir svona hápólítisk mál. Mönnum var mörgum stillt upp við vegg og ég kann ekki við það að meta svona dag, sem er hátíðisdagur okkar allra, til þess að koma einhverju óskamálum sumra á framfæri.“ Tengdar fréttir Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar Kvenréttindafélag Íslands mótmælti ákvæðum þingsályktunartillögu sem kváðu á um að helmingur Jafnréttissjóðs ætti að renna til kvenna í þróunarlöndum. Formenn stjórnarflokkanna breyttu þingsályktunartillögu eftir gagnrýni félagsins. 18. júní 2015 08:00 Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, kaus ein gegn þingsályktunartillögun um stofnun Jafnréttissjóðs í dag. Hún er ósátt við hvernig þingmönnum var stillt upp við vegg í málinu - sem hún kallar óskamál sumra. „En í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á. Þetta er eyðsla á háum fjármunum langt fram á næsta kjörtímabil“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Sigríður segir að henni þyki margt hafa verið ábótavant í aðdraganda tillögunnar. Þingmenn hafi ekki fengið veður af henni fyrr en um leið og hún var lögð fram og henni hafi síðar verið breytt í grundvallaratriðum eftir gagnrýni Kvenréttindafélags Íslands sem reifuð var hér á Vísi í gær.Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. Sigríður segist andsnúin þessari stefnubreytingu. „Ég vil heldur að þessum fjármunum sé veitt til þeirra landa eða á þá staði þar sem virkilega er þörf á því og þar sem við eigum eitthvað erindi. Þar sem við höfum einhverju að miðla, sem er í jafnréttis- og mannréttindamálum,“ segir Sigríður. „Ef menn eru sammála um að þessi peningur sé til og þeir séu sammála um að eyða honum á einhvern hátt með jafnrétti í huga – og þá sérstaklega jafnrétti handa konum eða mannréttindum kvenna – þá hefði ég getað sætt mig við það að þessu fé væri eytt í einhvers konar þróunaraðstoð.“ Nú sé orðalag ályktunarinnar á þá leið að hún hafi ekki getað samþykkt það. „Nú er talað ómarkvisst um alþjóðastarf og verkefnin sem þarna eru tíunduð eru öll svo loðin. Þetta er sett í hendur einhverrar þriggja manna stjórnar og í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á,“ segir Sigríður og bætir við: „Ég er ósátt við það að svona hátíðsdagar og svona hátíðsfundir á Alþingi, séu notaðir fyrir svona hápólítisk mál. Mönnum var mörgum stillt upp við vegg og ég kann ekki við það að meta svona dag, sem er hátíðisdagur okkar allra, til þess að koma einhverju óskamálum sumra á framfæri.“
Tengdar fréttir Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar Kvenréttindafélag Íslands mótmælti ákvæðum þingsályktunartillögu sem kváðu á um að helmingur Jafnréttissjóðs ætti að renna til kvenna í þróunarlöndum. Formenn stjórnarflokkanna breyttu þingsályktunartillögu eftir gagnrýni félagsins. 18. júní 2015 08:00 Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar Kvenréttindafélag Íslands mótmælti ákvæðum þingsályktunartillögu sem kváðu á um að helmingur Jafnréttissjóðs ætti að renna til kvenna í þróunarlöndum. Formenn stjórnarflokkanna breyttu þingsályktunartillögu eftir gagnrýni félagsins. 18. júní 2015 08:00
Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15