Innlent

Bandaloop fínpússar atriðið á lokæfingu

Birgir Olgeirsson skrifar
Lokaæfing bandaríska dansflokksins Bandaloop fer fram nú klukkan 17:30 í dag og gefst því borgarbúum tækifæri á að sjá flokkinn leika listir við framhlið Aðalstrætis 6 við Ingólfstorg á eftir.

Hópurinn mun flytja opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík á húsinu á morgun klukkan 17.30.

BANDALOOP hefur sýnt á þekktum byggingum víða um veröld svo sem á Kauphöllinni í New York, IFC turninum í Seoul, höfuðstöðvum IBM í Sao Paolo, Nálinni í Seattle og svo mætti lengi telja.

Loftdans eða lóðréttan dans mætti kalla það þegar dansað er á lóðréttum fleti, í línu líkt og í klettaklifri en BANDALOOP hefur sérhæft sig í slíkum dansi frá því á 10. áratug síðustu aldar undir listrænni stjórn Ameliu Rudolph.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×