Viðskipti innlent

„This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ásgeir Thoroddsen hafði nýlokið við að gefa skýrslu þegar aftur var slegið á þráðinn. Myndin er fengin af heimasíðu Bakkavarar.
Ásgeir Thoroddsen hafði nýlokið við að gefa skýrslu þegar aftur var slegið á þráðinn. Myndin er fengin af heimasíðu Bakkavarar. Mynd/Bakkavör.is
Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Búið var að taka símaskýrslu af Ásgeiri Thoroddsen sem var stjórnarmaður í Kaupþingi og átti næst að taka skýrslu af Stig Tommy Persson sem einnig var stjórnarmaður í bankanum.

Persson er sænskur og var tekin af honum skýrsla með aðstoð túlks:

“This is the District Court of Reykjavík calling Stig Tommy Persson.”

“This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen...”

Við þessi orð sprungu allir í dómsal úr hlátri og bætti Ásgeir svo við:

“You just called me.”

Arngrímur Ísberg, dómsformaður, bað þá Ásgeir bara um að tala íslensku.

“Tölvan getur bara ekki gleymt númerinu þínu,” bætti Arngrímur svo við.

Eftir þessa uppákomu var reynt að hringja aftur í Persson og það tókst.

Að lokinni skýrslutöku yfir honum var svo reynt að hringja í næsta vitni en það gekk ekkert sérstaklega vel því viðkomandi var með slökkt á símanum. Þegar þetta er skrifað hefur verið gerð önnur tilraun til þess en enn er slökkt á símanum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×