Erlent

Óttast mislingafaraldur í Nepal

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þriggja ára stúlka fær bólusetningu gegn mislingum í Katmandú-dalnum
Þriggja ára stúlka fær bólusetningu gegn mislingum í Katmandú-dalnum vísir/unicef

Bólusetja á yfir hálfa milljón barna á skjálftasvæðunum í Nepal því óttast er að mislingafaraldur gæti brotist þar út. Talið er brýnt að ná til þeirra sem fyrst en fyrir skjálftann var um tíunda hvert barn í Nepal óbólusett gegn mislingum.

Þetta kemur fram á vef UNICEF, sem stendur fyrir átakinu ásamt samstarfsaðilum og nepalska heilbrigðisráðuneytinu.

Fjölmörg börn hafast nú við undir berum himni, þar sem hreinlætisaðstaða er af skornum skammti. Við slíkar aðstæður geta mislingar og aðrir hættulegir sjúkdómar auðveldlega breiðst út. Börn eru berskjölduð við neyðaraðstæður sem þessar en um helmingur íbúa landsins eru börn.

Einn skammtur af bóluefni gegn mislingum kostar um 36 krónur. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 og gefa þannig 1.500 krónur til aðgerðanna í Nepal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.