Körfubolti

Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hildur Sigurðardóttir hlaðin verðlaunum.
Hildur Sigurðardóttir hlaðin verðlaunum. vísir/valli

Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, voru kjörin bestu leikmenn tímabilsins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í hádeginu í dag.

Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum.

Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu.

Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.

Pavel tekur við sínum viðurkenningum. vísir/valli

Hún var mögnuð í lokaúrslitunum, sérstaklega á lokamínútunum í þriðja leiknum gegn Keflavík þar sem Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins.

Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1.

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum.

Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna.

Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.

Dominos-deild karla:

Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KR
Besti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KR
Þjálfari ársins: Israel Martin, Tindastóll
Varnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KR
Besti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll
Prúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KR

Lið ársins:
Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn
Darrel Lewis, Tindastóll
Helgi Már Magnússon, KR
Logi Gunnarsson, Njarðvík
Pavel Ermolinskij, KR

Ingi Þór Steinþórsson. vísir/stefán

Dominos-deild kvenna:

Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, Snæfell
Besti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, Snæfell
Þjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, Snæfell
Varnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell
Besti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
Prúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, Snæfell

Lið ársins:
Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
Petrúnella Skúladóttir, Grindavík
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell
Hildur Sigurðardóttir, Snæfell

Besti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson

1. deild karla:

Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSu
Besti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSu
Þjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, Höttur

Lið ársins:
Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur
Fannar Freyr Helgason, ÍA
Örn Sigurðarson, Hamar
Hlynur Hreinsson, FSu
Ari Gylfason, Fsu

1. deild kvenna:

Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan
Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ
Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, Stjarnan

Lið ársins:
Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll
Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ
Eva María Emilsdóttir, Stjarnan
Erna Hákonardóttir, Njarðvík
Bryndís Hanna Hreinsdóttir, StjarnanAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.