Körfubolti

Tólftu lokaúrslitin hjá Birnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Valgarðsdóttir.
Birna Valgarðsdóttir. Vísir/Vilhelm
Birna Valgarðsdóttir er enn á ný kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en í kvöld hefjast lokaúrslit Dominos-deildar kvenna í körfubolta þar sem Birna og félagar mæta Snæfelli.

Fyrsti leikur Snæfells og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 í Stykkishólmi.

Birna komst í sitt fyrsta úrslitaeinvígi vorið 1999 og þetta verða tólftu lokaúrslit hennar á ferlinum.

Birna bætir þarna sitt eigið met en enginn önnur körfuboltakona hefur náð því að taka þátt í fleiri en níu lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Birna hefur alls leikið 36 leiki í lokaúrslitum en hún bætti leikjamet Kristínar Bjarkar Jónsdóttir og Guðbjargar Norðfjörð þegar hún spilaði fjóra leiki í lokaúrslitunum fyrir tveimur árum.

Birna er með 10 stig og 5,1 frákast að meðaltali á 29,1 mínútu í þessum 36 leikjum í úrslitaeinvíginu.

Birna á möguleika á því að verða Íslandsmeistari í áttunda sinn vinni Keflavíkurliðið Íslandsmeistaratitilinn.

Lokaúrslit Birnu Valgarðsdóttur:

1999 með Keflavík - Silfur (0-3 tap fyrir KR)

2000 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-2 sigur á KR)

2001 með Keflavík - Silfur  (0-3 tap fyrir KR)

2003 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-0 sigur á KR)

2004 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-0 sigur á ÍS)

2005 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-0 sigur á Grindavík)

2006 með Keflavík - Silfur  (0-3 tap fyrir Haukum)

2007 með Keflavík - Silfur  (1-3 tap fyrir Haukum)

2008 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-0 sigur á KR)

2011 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-0 sigur á Njarðvík)

2013 með Keflavík - Íslandsmeistari (3-1 sigur á KR)

2015 með Keflavík - Mæta Snæfelli

Flest lokaúrslit hjá konum (Fyrir 2015)

11 - Birna Valgarðsdóttir

9 - Anna María Sveinsdóttir

9 - Erla Þorsteinsdóttir

9 - Guðbjörg Norðfjörð

9 - Helga Þorvalsdóttir

9 - Kristín Björk Jónsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×