Körfubolti

Aðeins fjórði erlendi þjálfarinn sem kemur liði í lokaúrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Israel Martin fagnar hér sætinu í lokaúrslitunum.
Israel Martin fagnar hér sætinu í lokaúrslitunum. Vísir/Stefán

Israel Martin, spænski þjálfarinn hjá Tindastól, kom sínum mönnum í gær í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið sló Hauka út úr undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.

Tindastóll vann einvígið 3-1 og hefur þar með unnið 6 af 7 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár en Stólarnir eru nýliðar í deildinni.

Israel Martin varð aðeins fjórði erlendi þjálfarinn sem kemur liði í lokaúrslit í þriggja áratuga sögu úrslitakeppni úrvalsdeildar karla.

Bandaríkjamaðurinn Jon West var sá fyrsti en undir hans stjórn fóru Valsmenn í lokaúrslitin árið 1987 eftir að hafa slegið Keflavík út í undanúrslitunum.

Ungverjinn Laszlo Nemeth kom KR í lokaúrslitin tvö ár í röð, 1989 og 1990, en seinna árið varð KR-liðið Íslandsmeistari.

Bandaríkjamaðurinn Geof Kotila var síðastur á undan Israel Martin til að fara með lið í úrslitin en undir hans stjórn komust Snæfellingar í lokaúrslitin 2008 þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík.


Erlendir þjálfarar sem hafa komið liðum í lokaúrslitin:

Israel Martin, Tindastóll 2015
Mæta KR eða Njarðvík

Geof Kotila, Snæfell 2008
2. sæti, 0-3 tap fyrir Keflavík

Laszlo Nemeth, KR 1990
Íslandsmeistari, 3-0 sigur á Keflavík

Laszlo Nemeth, KR 1989
2. sæti, 1-2 tap fyrir Keflavík

Jon West, Valur 1987
2. sæti, 0-2 tap fyrir NjarðvíkAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.