Erlent

Hátt í 150 stúdentar létust í Kenía

Atli Ísleifsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Kenísk stjórnvöld segja Mohamed Kuno, háttsettan liðsmann al-Shabab official, hafa skipulagt árásina.
Kenísk stjórnvöld segja Mohamed Kuno, háttsettan liðsmann al-Shabab official, hafa skipulagt árásina. Vísir/AFP
Joseph Nkaissery, innanríkisráðherra Kenía, hefur staðfest að 147 háskólastúdentar hafi verið myrtir í árás liðsmanna hryðjuverkasamtakanna al-Shabab á háskólann í borginni Garissa í norðurhluta Kenía. Þá særðust 79 manns í árásinni en 587 var bjargað. Þeir verða fluttir til síns heima á morgun.

Þá hefur einnig verið staðfest að árásarmennirnir hafi verið fjórir en þeir létust allir í átökum við lögreglu. 

Í frétt BBC segir að hryðjuverkamennirnir hafi skipt gíslum upp í tvo hópa – múslíma og kristna – og síðar sleppt þeim múslímsku.



Hryðjuverkasamtökin al-Shabab segjast bera ábyrgð á árásinni. Höfuðstöðvar samtakanna eru í nágrannaríkinu Sómalíu en liðsmenn þeirra hafa reglulega beint spjótum sínum að Kenía.

Kenísk stjórnvöld segja Mohamed Kuno, háttsettan liðsmann al-Shabab official, hafa skipulagt árásina. 

Árásin er nú sú mannskæðasta í landinu frá því að 67 létust í árás al-Shabab í Westgate verslunarmiðstöðinni í höfuðborginni Nairobi í september 2013.

Lögregla í landinu hefur komið á útgöngubanni frá sólarlagi til sólarupprásar í fjórum héruðum með landamæri að Sómalíu.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásina.

Uppfært 16:43: Á vef news24Kenya segir að fjöldi nemendanna hafi verið hálshöggnir af hryðjuverkamönnunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×