Innlent

Lögreglan býr sig undir mótmæli á Austurvelli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglumenn setja upp girðingar við þinghúsið vegna mótmælanna í dag.
Lögreglumenn setja upp girðingar við þinghúsið vegna mótmælanna í dag. Vísir/Vilhelm
Búið er að boða til þriðju mótmælanna á Austurvelli nú klukkan 17 og hafa á annað þúsund manns boðað komu sína. Mótmæla á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandsmálum, líkt og í gær, þegar um 7000 manns komu saman á Austurvelli.

Uppfært 17.37: Mótmælin eru nú hafin. Lögregla telur að um það bil fjögur hundruð manns séu saman komin á Austurvelli.

Í fundarboði sem nú gengur á Facebook segir: „Mætum og látum í okkur heyra á mánudaginn kl. 17:00. Við megum ekki láta bjóða okkur þessa framkomu ríkisstjórnarinnar sem er að sýna Alþingi og þjóðinni óvirðingu og dónaskap:“

Lögreglan undirbýr nú mótmælin og setur upp vegartálma við þinghúsið þar sem þingfundur stendur nú yfir.

Mikill hiti er í þingmönnum og hefur ekkert annað komist á dagskrá þingsins síðan fundur hófst klukkan 15 en umræða um ákvörðun ríkisstjórnarinnar varðandi ESB. Það má því fastlega búast við því að það verði enn heitar umræður á þingi klukkan 17 þegar mótmælin hefjast.

Vísir/Kolbeinn Proppé

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×