Erlent

Tveir í haldi vegna morðsins á Boris Nemtsov

Samúel Karl Ólason skrifar
Boris Nemtsov var myrtur fyrir viku síðan þar sem hann var á göngu með kærustu sinni í miðborg Moskvu.
Boris Nemtsov var myrtur fyrir viku síðan þar sem hann var á göngu með kærustu sinni í miðborg Moskvu. Vísir/EPA

Yfirmaður alríkislögreglunnar í Rússlandi segir að tveir menn hafi verið handteknir vegna morðsins á stjórnarandstæðinginum Boris Nemtsov, Mennirnir tveir eru sagðir frá Norður-Kákasusfjöllum, en frekari upplýsingar um þá liggja ekki fyrir.



Þá er ekki vitað hvort talið sé að annar þeirra sé grunaður um að hafa skotið Nemtsov til bana.



Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk morð Nemtsov mjög á stjórnarandstöðuna í Rússlandi. Margir telja að yfirvöld í Moskvu hafi fyrirskipað morðið vegna gagnrýni Nemtsov á Vladimir Putin, forseta Rússlands.



Nemstov er sagður hafa verið að vinna að skýrslu um þátttöku rússneska hersins í átökunum í Úkraínu, þegar hann var myrtur.



Alexandar Bortnikov, yfirmaður alríkislögreglunnar, segir að ýmis tilefni morðsins sé til rannsóknar. Þar á meðal skoðar lögreglan hvort hann hafi verið myrtur til að sverta ímynd Putin. Einnig er til skoðunar hvort að morðið tengist íslamistum eða persónulegu lífi Nemtsov.


Tengdar fréttir

Vill stöðva pólitísk morð

Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir pólitísk morð í Rússlandi vera skammarleg og vill að þeim verði hætt.

Unnusta Nemtsov í varðhaldi

Anna Duritskaja, unnusta rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs sem var með honum þegar hann var myrtur á föstudag er í haldi lögreglu.

Fjöldi fólks við útförina

Boris Nemtsov var borinn til grafar í Moskvu í gær. Þúsundir manna voru við útförina. Kærasta hans sögð hafa fengið að fara til Úkraínu á mánudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×