Erlent

Efast um að réttir menn hafi verið handteknir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fimm menn eru í haldi vegna morðsins á Nemtsov.
Fimm menn eru í haldi vegna morðsins á Nemtsov. Vísir/Getty

Ilya Yashin, náinn samstarfsmaður stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov, efast um það að að mennirnir tveir sem hafa verið ákærðir vegna morðsins á Nemtsov séu í raun sekir.



Mennirnir, sem eru frá Tsjeteníu, voru handteknir á laugardaginn og færðir fyrir dómara í gær. Annar þeirra hefur játað aðild sína að morðinu en auk tvímenninganna eru þrír aðrir í haldi lögreglu, grunaðir um að aðstoða við morðið og skipulagningu þess.



Í samtali við BBC sagði Yashin trúa því að morðingjar Nemtsov væru í Rússlandi og jafnvel í ríkisstjórn landsins. Hann sagði morðið vera hryðjuverk, ætlað til þess að vekja ótta í rússnesku samfélagi.



Þeir sem koma að rannsókn morðsins höfðu áður ýjað að því að Nemtsov hafi verið myrtur vegna þess að hann varði útgáfu franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo sem birti meðal annars myndir af Múhameð spámanni.



Yashin sagði það hins vegar af og frá að Nemtsov hafi verið myrtur vegna þess. Hann hafi fyrst og fremst gagnrýnt Pútín og rússnesku ríkisstjórnina en ekki íslamska öfgamenn.


Tengdar fréttir

Vill stöðva pólitísk morð

Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir pólitísk morð í Rússlandi vera skammarleg og vill að þeim verði hætt.

Fjöldi fólks við útförina

Boris Nemtsov var borinn til grafar í Moskvu í gær. Þúsundir manna voru við útförina. Kærasta hans sögð hafa fengið að fara til Úkraínu á mánudag.

Tugþúsundir minnast Boris Nemtsovs

Stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov var skotinn til bana í Moskvu á föstudag. Þúsundir mótmælenda komu saman í Moskvu í gær til að minnast Nemtsovs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×