Erlent

Obama eins og þú hefur aldrei séð hann áður

Atli Ísleifsson skrifar
Bandaríkjaforseti fyrir framan spegilinn.
Bandaríkjaforseti fyrir framan spegilinn.

Barack Obama Bandaríkjaforseti grettir sig, notar svokallaða „selfie-stöng“, teiknar myndir af eiginkonu sinni Michelle og þykist spila körfubolta.

Allt þetta og meira til gerir Obama í nýju myndbandi síðunnar Buzzfeed, til að kynna sjúkratryggingakerfið sem vanalega gengur undir nafninu Obamacare á óvenjulegan hátt.

Forsetinn grettir sig fyrir framan spegilinn í myndbandinu, tekur myndir af sjálfum sér og reynir að dýfa kexi í mjólkurglas án mikils árangur. Myndbandið er hið skemmtilegasta og má sjá að neðan. Fleiri fréttir

Sjá meira