Lífið

María og strákarnir í StopWaitGo gleymdu milljón króna ávísun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, afhenti þeim verðlaunaféð og verðlaunagripinn í kvöld.
Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, afhenti þeim verðlaunaféð og verðlaunagripinn í kvöld. Mynd/RÚV
„Þið gleymduð einni milljón króna í fagnaðarlátunum og þið gleymduð líka verðlaunagripnum,“ sagði Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, þegar hann truflaði viðtal við Maríu Ólafsdóttur söngkonu og Ásgeir Orra Ásgeirsson, úr StopWaitGo, í Kastljósi kvöldsins.

Sigmar kom færandi hendi og afhenti Ásgeiri Orra risavaxna milljóna króna ávísun sem þremenningarnir í StopWaitGo fengu í verðlaun fyrir að sigra Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina. Bæði ávísunin og verðlaunagripurinn gleymdust í Háskólabíói á úrslitakvöldinu á laugardag.

María sagðist ekki hafa vitað hver hefði tekið við verðlaununum þegar hún rétti þau frá sér til að taka sigurlagið undir lok kvöldsins. 

Hægt er að horfa á viðtalið hér en það hefst á eftir 14 mínútur og 40 sekúndur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×