Handbolti

Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Guðmundsson fer vafalítið langt með Dani í Katar.
Guðmundur Guðmundsson fer vafalítið langt með Dani í Katar. vísir/getty
Sænska handboltagoðið Stefan Lövgren, sem varð einu sinni heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari með gullaldarliði Svía, er orðinn spenntur fyrir HM í Katar.

„Ég býst svo sannarlega við fullkomlega framkvæmdu móti á fullkomnum leikvöllum,“ segir hann í viðtali á heimasíðu mótsins.

„Ég vonast til að handboltinn taki skref fram á við - sérstaklega fyrir utan Evrópu. Ég vona að leikirnir fari fram fyrir fullu húsi.

Lövgren býst ekki við því að Svíar nái langt á mótinu þar sem það vantar sterka spilara í liðið.

„Svíþjóð er ekki líklegt til að vinna til verðlauna í Doha. Tveir af okkar bestu mönnum; Kim Ekdahl du Rietz og Jim Gottfridson, eru ekki með sem er mikið áfall fyrir okkur,“ segir Lövgreg, en Du Rietz er hættur að leika með landsliðinu, 25 ára gamall.

Aðspurður hvort hann búist við sömu liðunum og alltaf í toppsætunum svarar hann því játandi.

„Það tel ég. Frakkar og Danir eru bestu lið heims og standa Spánverjum og Króötum aðeins framar. Ég býst við að þessi lið berjist um gullið. Kannski að Pólverjar nái að koma á óvart,“ segir Stefan Lövgren.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×