Byggir söguþráðinn á líkfundarmálinu Haraldur Guðmundsson skrifar 20. október 2014 07:00 Kafari fann lík Vaidas Jucevicius aðeins þremur dögum eftir að honum hafði verið kastað í sjóinn af netagerðarbryggjunni í Neskaupstað. Kvikmynd með söguþráð sem byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað hefur fengið vilyrði fyrir 80 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður tekin upp veturinn 2016. „Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar ég fylgdist með þessu máli á sínum tíma og við eltum söguna upp að vissu marki. Mér finnst ótrúlegt að það sé enginn löngu búinn að gera þetta því þessi saga er auðvitað eins og hún er,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri og handritshöfundur Undir halastjörnu. Ari segir myndina fjalla um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Hann líkir sambandi þeirra við biblíusöguna af Kain og Abel. „Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Íslandi,“ segir Ari. Hann var staddur í New York að vinna að fjármögnun myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er einn af framleiðendum myndarinnar en yfirumsjón framleiðslunnar er í höndum Leifs B. Dagfinnssonar og Kristins Þórðarsonar, framleiðenda hjá Truenorth. „Myndin gerist í febrúar og við stefnum að því að byrja tökur veturinn 2016. Næstu vikur fara í að finna leikara og vinna í restinni af fjármögnuninni en við erum meðal annars í viðræðum við aðila í Litháen, Þýskalandi og Rússlandi,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Handritið er mjög gott og er tilbúið og það er grunnurinn að þessu öllu. Nú þegar vilyrðið er komið getum við farið af stað fyrir alvöru að leita að fjármagni fyrir restinni.“ Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans. „Þetta er tíu ára gamalt mál og ég byrjaði að skrifa þetta handrit þegar þetta gerðist árið 2004. Það er ótrúlegt að þetta sé loksins að verða að veruleika,“ segir Ari. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kvikmynd með söguþráð sem byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað hefur fengið vilyrði fyrir 80 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður tekin upp veturinn 2016. „Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar ég fylgdist með þessu máli á sínum tíma og við eltum söguna upp að vissu marki. Mér finnst ótrúlegt að það sé enginn löngu búinn að gera þetta því þessi saga er auðvitað eins og hún er,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri og handritshöfundur Undir halastjörnu. Ari segir myndina fjalla um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Hann líkir sambandi þeirra við biblíusöguna af Kain og Abel. „Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Íslandi,“ segir Ari. Hann var staddur í New York að vinna að fjármögnun myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er einn af framleiðendum myndarinnar en yfirumsjón framleiðslunnar er í höndum Leifs B. Dagfinnssonar og Kristins Þórðarsonar, framleiðenda hjá Truenorth. „Myndin gerist í febrúar og við stefnum að því að byrja tökur veturinn 2016. Næstu vikur fara í að finna leikara og vinna í restinni af fjármögnuninni en við erum meðal annars í viðræðum við aðila í Litháen, Þýskalandi og Rússlandi,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Handritið er mjög gott og er tilbúið og það er grunnurinn að þessu öllu. Nú þegar vilyrðið er komið getum við farið af stað fyrir alvöru að leita að fjármagni fyrir restinni.“ Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans. „Þetta er tíu ára gamalt mál og ég byrjaði að skrifa þetta handrit þegar þetta gerðist árið 2004. Það er ótrúlegt að þetta sé loksins að verða að veruleika,“ segir Ari.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira