Innlent

Sextán tíma vaktir hjúkrunarfræðinga sjaldgæfar

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þingfesting er á föstudag í máli hjúkrunarfræðingsins.
Þingfesting er á föstudag í máli hjúkrunarfræðingsins. vísir/stefán

Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings Landspítalans sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi verður á föstudag.

Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um röð mistaka sem dró sjúkling á gjörgæsludeild til dauða. Mistökin áttu sér stað á kvöldvakt sem hann vann í beinu framhaldi af dagvakt.

Vísir leitaði upplýsinga hjá hagdeild Landspítala um hversu algengt væri að hjúkrunarfræðingar taki tvöfaldar vaktir á spítalanum, sem þýðir að þeir vinni í allt að sextán tíma.

Í svari spítalans kemur fram að um 0,4 prósent af vöktum hjúkrunarfræðinga séu tvöfaldar vaktir. Ef hjúkrunarfræðingur vinnur tuttugu vaktir á mánuði þýðir það að hann vinni tvöfalda vakt um það bil einu sinni á ári. 

„Tvöfaldar vaktir koma ekki endilega til vegna manneklu til lengri tíma heldur vegna tímabundins og skyndilegs mönnunarvanda sem getur komið upp, til dæmis vegna skyndilegra veikinda,“ segir í svari frá hagdeild spítalans. 


Tengdar fréttir

Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall

Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×