Rússar fá ekki að kjósa í Evrópuráðinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Í sal þings Evrópuráðsins í Strasbourg. Ísland var eitt stofnríkja Evrópuráðsins árið 1949. Ráðið er opið öllum evrópskum réttarríkjum sem virða grundvallarmannréttindi. Nordicphotos/AFP Þing Evrópuráðsins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að svipta Rússa atkvæðisrétti í ráðinu til áramóta. Ákvörðunin er í mótmælaskyni við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Að sögn Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns Íslandsdeildar Evrópuþingsins, var tekist á um það á fundinum hvort vísa ætti Rússum úr ráðinu, líkt og Bretar vildu gera. Í mótmælaskyni hunsuðu Rússar fundinn í gær og lét Alexei Pússkof hafa eftir sér að um hefði verið að ræða „andstyggilegan farsa“.Brynjar NíelssonKarl greiddi atkvæði með sviptingu atkvæðisréttarins, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var á móti og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varamaður Unnar Brár Konráðsdóttur í ráðinu, sat hjá. Á fundi þings Evrópuráðsins í fyrradag var líka samþykkt ályktun um þróun mála í Úkraínu, þar sem aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og aðgangsharka við mótmælendur var átalin og stuðningi lýst við nýja bráðabirgðaríkisstjórn og uppbyggingarstarf í landinu. Allir fimmtán þingmenn Rússa greiddu þá atkvæði gegn ályktuninni. Að auki gerðu það Ögmundur Jónasson, tveir þingmenn Armena, tveir Danir, einn Ungverji, Tékki, Hollendingur, Moldóvi og einn þingmaður Grikkja. Karl Garðarsson greiddi atkvæði með ályktuninni, en Brynjar Níelsson var ekki viðstaddur kosninguna.Karl GarðarssonKarl segir að í Evrópuráðinu kjósi hver fulltrúi eftir eigin samvisku og vissi hann ekki hvernig íslenska sendinefndin hefði kosið í málunum. Þingmönnum er raðað í stafrófsröð í salinn og skipt í hópa eftir stjórnmálaskoðunum. Ögmundur segir alls ekki hægt að álykta sem svo að hann hafi í þessum málum lagst á sveif með Rússum. „Ég hallast með Evrópuráðinu,“ segir hann. „Þetta er spurning um það hvort þú viljir að Evrópuráðið verði vettvangur allra ríkja í Evrópu, hvað sem þau taka sér fyrir hendur, þar sem þau ræða málin og setja fram gagnrýni hvert á annað, eða hvort þrengja eigi þennan hóp.“Ögmundur JónassonÖgmundur bendir á að mörg dæmi séu um að ríki Evrópu hafi vikið af vegi dygðarinnar án þess að vera vikið úr Evrópuráðinu. „Sannast sagna kvað við ansi sterkan kaldastríðstón í þessum umræðum,“ bætir Ögmundur við og kveður málið ekki jafn svart og hvítt og margir vilji vera láta. „Hópurinn sem ég tilheyri hjá Evrópuráðinu, vinstri flokkunum, fordæmdi Rússa mjög harðlega fyrir aðkomu þeirra að Úkraínu, en vildi ekki svipta þá rétti til að sitja fundi ráðsins með fullan atkvæðisrétt.“ Hvað varðar ályktun þings Evrópuráðsins um þróun mála í Úkraínu segist Ögmundur hafa talið hana óyfirvegaða og ekki byggða á staðreyndum, heldur skoðunum. „Ég tel að Evrópuráðið þurfi að vanda sig mjög þegar það sendir eitthvað svona frá sér.“ Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þing Evrópuráðsins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að svipta Rússa atkvæðisrétti í ráðinu til áramóta. Ákvörðunin er í mótmælaskyni við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Að sögn Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns Íslandsdeildar Evrópuþingsins, var tekist á um það á fundinum hvort vísa ætti Rússum úr ráðinu, líkt og Bretar vildu gera. Í mótmælaskyni hunsuðu Rússar fundinn í gær og lét Alexei Pússkof hafa eftir sér að um hefði verið að ræða „andstyggilegan farsa“.Brynjar NíelssonKarl greiddi atkvæði með sviptingu atkvæðisréttarins, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var á móti og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varamaður Unnar Brár Konráðsdóttur í ráðinu, sat hjá. Á fundi þings Evrópuráðsins í fyrradag var líka samþykkt ályktun um þróun mála í Úkraínu, þar sem aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og aðgangsharka við mótmælendur var átalin og stuðningi lýst við nýja bráðabirgðaríkisstjórn og uppbyggingarstarf í landinu. Allir fimmtán þingmenn Rússa greiddu þá atkvæði gegn ályktuninni. Að auki gerðu það Ögmundur Jónasson, tveir þingmenn Armena, tveir Danir, einn Ungverji, Tékki, Hollendingur, Moldóvi og einn þingmaður Grikkja. Karl Garðarsson greiddi atkvæði með ályktuninni, en Brynjar Níelsson var ekki viðstaddur kosninguna.Karl GarðarssonKarl segir að í Evrópuráðinu kjósi hver fulltrúi eftir eigin samvisku og vissi hann ekki hvernig íslenska sendinefndin hefði kosið í málunum. Þingmönnum er raðað í stafrófsröð í salinn og skipt í hópa eftir stjórnmálaskoðunum. Ögmundur segir alls ekki hægt að álykta sem svo að hann hafi í þessum málum lagst á sveif með Rússum. „Ég hallast með Evrópuráðinu,“ segir hann. „Þetta er spurning um það hvort þú viljir að Evrópuráðið verði vettvangur allra ríkja í Evrópu, hvað sem þau taka sér fyrir hendur, þar sem þau ræða málin og setja fram gagnrýni hvert á annað, eða hvort þrengja eigi þennan hóp.“Ögmundur JónassonÖgmundur bendir á að mörg dæmi séu um að ríki Evrópu hafi vikið af vegi dygðarinnar án þess að vera vikið úr Evrópuráðinu. „Sannast sagna kvað við ansi sterkan kaldastríðstón í þessum umræðum,“ bætir Ögmundur við og kveður málið ekki jafn svart og hvítt og margir vilji vera láta. „Hópurinn sem ég tilheyri hjá Evrópuráðinu, vinstri flokkunum, fordæmdi Rússa mjög harðlega fyrir aðkomu þeirra að Úkraínu, en vildi ekki svipta þá rétti til að sitja fundi ráðsins með fullan atkvæðisrétt.“ Hvað varðar ályktun þings Evrópuráðsins um þróun mála í Úkraínu segist Ögmundur hafa talið hana óyfirvegaða og ekki byggða á staðreyndum, heldur skoðunum. „Ég tel að Evrópuráðið þurfi að vanda sig mjög þegar það sendir eitthvað svona frá sér.“
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira