Rússar fá ekki að kjósa í Evrópuráðinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Í sal þings Evrópuráðsins í Strasbourg. Ísland var eitt stofnríkja Evrópuráðsins árið 1949. Ráðið er opið öllum evrópskum réttarríkjum sem virða grundvallarmannréttindi. Nordicphotos/AFP Þing Evrópuráðsins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að svipta Rússa atkvæðisrétti í ráðinu til áramóta. Ákvörðunin er í mótmælaskyni við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Að sögn Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns Íslandsdeildar Evrópuþingsins, var tekist á um það á fundinum hvort vísa ætti Rússum úr ráðinu, líkt og Bretar vildu gera. Í mótmælaskyni hunsuðu Rússar fundinn í gær og lét Alexei Pússkof hafa eftir sér að um hefði verið að ræða „andstyggilegan farsa“.Brynjar NíelssonKarl greiddi atkvæði með sviptingu atkvæðisréttarins, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var á móti og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varamaður Unnar Brár Konráðsdóttur í ráðinu, sat hjá. Á fundi þings Evrópuráðsins í fyrradag var líka samþykkt ályktun um þróun mála í Úkraínu, þar sem aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og aðgangsharka við mótmælendur var átalin og stuðningi lýst við nýja bráðabirgðaríkisstjórn og uppbyggingarstarf í landinu. Allir fimmtán þingmenn Rússa greiddu þá atkvæði gegn ályktuninni. Að auki gerðu það Ögmundur Jónasson, tveir þingmenn Armena, tveir Danir, einn Ungverji, Tékki, Hollendingur, Moldóvi og einn þingmaður Grikkja. Karl Garðarsson greiddi atkvæði með ályktuninni, en Brynjar Níelsson var ekki viðstaddur kosninguna.Karl GarðarssonKarl segir að í Evrópuráðinu kjósi hver fulltrúi eftir eigin samvisku og vissi hann ekki hvernig íslenska sendinefndin hefði kosið í málunum. Þingmönnum er raðað í stafrófsröð í salinn og skipt í hópa eftir stjórnmálaskoðunum. Ögmundur segir alls ekki hægt að álykta sem svo að hann hafi í þessum málum lagst á sveif með Rússum. „Ég hallast með Evrópuráðinu,“ segir hann. „Þetta er spurning um það hvort þú viljir að Evrópuráðið verði vettvangur allra ríkja í Evrópu, hvað sem þau taka sér fyrir hendur, þar sem þau ræða málin og setja fram gagnrýni hvert á annað, eða hvort þrengja eigi þennan hóp.“Ögmundur JónassonÖgmundur bendir á að mörg dæmi séu um að ríki Evrópu hafi vikið af vegi dygðarinnar án þess að vera vikið úr Evrópuráðinu. „Sannast sagna kvað við ansi sterkan kaldastríðstón í þessum umræðum,“ bætir Ögmundur við og kveður málið ekki jafn svart og hvítt og margir vilji vera láta. „Hópurinn sem ég tilheyri hjá Evrópuráðinu, vinstri flokkunum, fordæmdi Rússa mjög harðlega fyrir aðkomu þeirra að Úkraínu, en vildi ekki svipta þá rétti til að sitja fundi ráðsins með fullan atkvæðisrétt.“ Hvað varðar ályktun þings Evrópuráðsins um þróun mála í Úkraínu segist Ögmundur hafa talið hana óyfirvegaða og ekki byggða á staðreyndum, heldur skoðunum. „Ég tel að Evrópuráðið þurfi að vanda sig mjög þegar það sendir eitthvað svona frá sér.“ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Þing Evrópuráðsins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að svipta Rússa atkvæðisrétti í ráðinu til áramóta. Ákvörðunin er í mótmælaskyni við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Að sögn Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns Íslandsdeildar Evrópuþingsins, var tekist á um það á fundinum hvort vísa ætti Rússum úr ráðinu, líkt og Bretar vildu gera. Í mótmælaskyni hunsuðu Rússar fundinn í gær og lét Alexei Pússkof hafa eftir sér að um hefði verið að ræða „andstyggilegan farsa“.Brynjar NíelssonKarl greiddi atkvæði með sviptingu atkvæðisréttarins, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var á móti og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varamaður Unnar Brár Konráðsdóttur í ráðinu, sat hjá. Á fundi þings Evrópuráðsins í fyrradag var líka samþykkt ályktun um þróun mála í Úkraínu, þar sem aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og aðgangsharka við mótmælendur var átalin og stuðningi lýst við nýja bráðabirgðaríkisstjórn og uppbyggingarstarf í landinu. Allir fimmtán þingmenn Rússa greiddu þá atkvæði gegn ályktuninni. Að auki gerðu það Ögmundur Jónasson, tveir þingmenn Armena, tveir Danir, einn Ungverji, Tékki, Hollendingur, Moldóvi og einn þingmaður Grikkja. Karl Garðarsson greiddi atkvæði með ályktuninni, en Brynjar Níelsson var ekki viðstaddur kosninguna.Karl GarðarssonKarl segir að í Evrópuráðinu kjósi hver fulltrúi eftir eigin samvisku og vissi hann ekki hvernig íslenska sendinefndin hefði kosið í málunum. Þingmönnum er raðað í stafrófsröð í salinn og skipt í hópa eftir stjórnmálaskoðunum. Ögmundur segir alls ekki hægt að álykta sem svo að hann hafi í þessum málum lagst á sveif með Rússum. „Ég hallast með Evrópuráðinu,“ segir hann. „Þetta er spurning um það hvort þú viljir að Evrópuráðið verði vettvangur allra ríkja í Evrópu, hvað sem þau taka sér fyrir hendur, þar sem þau ræða málin og setja fram gagnrýni hvert á annað, eða hvort þrengja eigi þennan hóp.“Ögmundur JónassonÖgmundur bendir á að mörg dæmi séu um að ríki Evrópu hafi vikið af vegi dygðarinnar án þess að vera vikið úr Evrópuráðinu. „Sannast sagna kvað við ansi sterkan kaldastríðstón í þessum umræðum,“ bætir Ögmundur við og kveður málið ekki jafn svart og hvítt og margir vilji vera láta. „Hópurinn sem ég tilheyri hjá Evrópuráðinu, vinstri flokkunum, fordæmdi Rússa mjög harðlega fyrir aðkomu þeirra að Úkraínu, en vildi ekki svipta þá rétti til að sitja fundi ráðsins með fullan atkvæðisrétt.“ Hvað varðar ályktun þings Evrópuráðsins um þróun mála í Úkraínu segist Ögmundur hafa talið hana óyfirvegaða og ekki byggða á staðreyndum, heldur skoðunum. „Ég tel að Evrópuráðið þurfi að vanda sig mjög þegar það sendir eitthvað svona frá sér.“
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira