Lífið

Belfort miklu ódýrari í Danmörku

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Úlfurinn á Wall Street, Jordan Belfort, heldur söluráðstefnu þann 6. maí í Hörpu. Miðaverð á viðburðinn er frá 39.900 krónum og upp í 49.900 krónur.

Fyrirlesturinn sem Belfort heldur stendur í fjóra tíma og kynnir hann meðal annars sölukerfið Straight Line Persuasion. Belfort heldur þriggja tíma fyrirlestur í Danmörku í september og kostar aðeins 340 danskar krónur á hann, rétt rúmlega sjö þúsund krónur.

Jón Gunnar Geirdal stendur fyrir komu Belforts til landsins og hefur engar skýringar á því af hverju talsvert ódýrara er að fræðast hjá Úlfinum í Danmörku en á Íslandi.


Tengdar fréttir

Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur

Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur.

Búið að selja hundruð miða á Jordan Belfort

"Það eru fyrirtæki að kaupa miða, stórar söludeildir, háskólafólk og hinir og þessir úr hinum ýmsu geirum,“ segir Jón Gunnar Geirdal sem stendur fyrir komu Jordan Belfort til Íslands í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×