Nauðgaraummælin standa Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. nóvember 2014 16:36 Egill Einarsson Egill Einarsson, einnig þekktur sem „Gillzenegger“, tapaði meiðyrðamáli sínu gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti í dag. Egill fór fram á að ummæli sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd ómerkt. Þá fór hann fram á hálfa milljón króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Inga Kristján í nóvember. Egill áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Tveir dómaranna í málinu dæmdu Agli í óhag en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns.Hér er myndin sem Ingi birti á Instagram.Ingi Kristján skrifaði ummælin „Farðu til fjandans nauðgarasvín“ við myndina sem hann birti á Instagram. Myndina má sjá hér til hliðar. Egill kærði einnig Sunnu Ben Guðrúnardóttur fyrir ummæli á Facebook en hún kallaði Egil meðal annars nauðgara. Ólíkt ummælum Inga Kristjáns voru ummæli Sunnu Ben dæmd dauð og ómerkt. Egill krafðist einnar milljón krónu miskabætur frá Sunnu en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Tilefni ummæla þeirra Inga Kristjáns og Sunnu Ben var nauðgunarákæra á hendur Agli í desember 2011. Ríkissaksóknari ákvað í júní 2012 að ekki væri ástæða til að sækja málið. Egill neitaði alltaf sök. Fór Egill í kjölfarið í viðtal hjá Monitor sem fór fyrir brjóstið á Inga Kristjáni og Sunnu. Skrifaði Ingi Kristján ofangreind ummæli á forsíðumyndina í Monitor.Telja að „rapist“ sé fúkyrði í garð Egils Sem fyrr segir voru dómararnir þrír ekki sammála í niðurstöðu sinni. Tveir þeirra töldu að ummæli Inga Kristjáns væru varin af 73. grein Stjórnarskrár Íslands, sem snýr að tjáningarfrelsi. Í dómi þeirra segir: „Ef hin afbakaða mynd og ummælin „fuck you rapist bastard“ eru virt í heild eins og aðilar eru sammála um að skuli gert verður fallist á með héraðsdómi að hér hafi verið um að ræða fúkyrði stefnda í garð áfrýjanda í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu, sem sá síðarnefndi hafði eins og fyrr greinir átt frumkvæði að, og þar með gildisdóm um áfrýjanda, en ekki staðhæfingu um að hann hafi gerst sekur um nauðgun.“ Sakarkostnaður var felldur niður, en samkvæmt úrskurði héraðsdóms átti Egill að greiða Inga 400 þúsund krónur.Skilaði sératkvæðiÓlafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi að Ingi Kristján ætti að greiða Agli 200 þúsund krónur í sakarkostnað. Ólafur vísaði til dæmis til vottorðs löggilts skjalaþýðanda sem sagði að ummæli Inga þýdd yfir á íslensku litu svo út: „Farðu til fjandans nauðgaraskepna“. Hann segir einnig í sínu sératkvæði: „Á hinn bóginn er ég öndverðrar skoðunar við meirihluta dómenda um að líta beri á ummælin „Fuck you rapist bastard“ í því samhengi að myndin sem þau eru rituð undir dragi úr alvarleika þeirra, en eins og áður greinir er um að ræða andlitsmynd af áfrýjanda sem stefndi hefur teiknað á krossmark á hvolfi og jafnframt ritað þar orðið „AUMINGI“.“Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Egill Einarsson, einnig þekktur sem „Gillzenegger“, tapaði meiðyrðamáli sínu gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti í dag. Egill fór fram á að ummæli sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd ómerkt. Þá fór hann fram á hálfa milljón króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Inga Kristján í nóvember. Egill áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Tveir dómaranna í málinu dæmdu Agli í óhag en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns.Hér er myndin sem Ingi birti á Instagram.Ingi Kristján skrifaði ummælin „Farðu til fjandans nauðgarasvín“ við myndina sem hann birti á Instagram. Myndina má sjá hér til hliðar. Egill kærði einnig Sunnu Ben Guðrúnardóttur fyrir ummæli á Facebook en hún kallaði Egil meðal annars nauðgara. Ólíkt ummælum Inga Kristjáns voru ummæli Sunnu Ben dæmd dauð og ómerkt. Egill krafðist einnar milljón krónu miskabætur frá Sunnu en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Tilefni ummæla þeirra Inga Kristjáns og Sunnu Ben var nauðgunarákæra á hendur Agli í desember 2011. Ríkissaksóknari ákvað í júní 2012 að ekki væri ástæða til að sækja málið. Egill neitaði alltaf sök. Fór Egill í kjölfarið í viðtal hjá Monitor sem fór fyrir brjóstið á Inga Kristjáni og Sunnu. Skrifaði Ingi Kristján ofangreind ummæli á forsíðumyndina í Monitor.Telja að „rapist“ sé fúkyrði í garð Egils Sem fyrr segir voru dómararnir þrír ekki sammála í niðurstöðu sinni. Tveir þeirra töldu að ummæli Inga Kristjáns væru varin af 73. grein Stjórnarskrár Íslands, sem snýr að tjáningarfrelsi. Í dómi þeirra segir: „Ef hin afbakaða mynd og ummælin „fuck you rapist bastard“ eru virt í heild eins og aðilar eru sammála um að skuli gert verður fallist á með héraðsdómi að hér hafi verið um að ræða fúkyrði stefnda í garð áfrýjanda í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu, sem sá síðarnefndi hafði eins og fyrr greinir átt frumkvæði að, og þar með gildisdóm um áfrýjanda, en ekki staðhæfingu um að hann hafi gerst sekur um nauðgun.“ Sakarkostnaður var felldur niður, en samkvæmt úrskurði héraðsdóms átti Egill að greiða Inga 400 þúsund krónur.Skilaði sératkvæðiÓlafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi að Ingi Kristján ætti að greiða Agli 200 þúsund krónur í sakarkostnað. Ólafur vísaði til dæmis til vottorðs löggilts skjalaþýðanda sem sagði að ummæli Inga þýdd yfir á íslensku litu svo út: „Farðu til fjandans nauðgaraskepna“. Hann segir einnig í sínu sératkvæði: „Á hinn bóginn er ég öndverðrar skoðunar við meirihluta dómenda um að líta beri á ummælin „Fuck you rapist bastard“ í því samhengi að myndin sem þau eru rituð undir dragi úr alvarleika þeirra, en eins og áður greinir er um að ræða andlitsmynd af áfrýjanda sem stefndi hefur teiknað á krossmark á hvolfi og jafnframt ritað þar orðið „AUMINGI“.“Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira