Innlent

Tónlistarkennarar mótmæla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá mótmælum tónlistarkennara nú í hádeginu.
Frá mótmælum tónlistarkennara nú í hádeginu. Vísir/Valli

Tónlistarkennarar mótmæla nú við húsakynni Sambands íslenskra sveitarfélaga í Borgartúni 30 en stjórnarfundur sambandsins hófst þar klukkan 12.

Tónlistarkennararnir láta vel í sér heyra á meðan á fundinum stendur en þeir hafa nú verið í verkfalli síðan 22. október, eða í rúmar 4 vikur. Stíft hefur verið fundað í vikunni í kjaradeilunni en hún er þó enn óleyst.

Síðastliðinn þriðjudag mættu hátt í 500 manns í Hörpu á samstöðufund til stuðnings tónlistarkennurum.


Tengdar fréttir

Lengra verkfall ekki látið kjurt liggja

Frestað var til dagsins í dag samningafundi tónlistarskólakennara sem stóð hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan ellefu til fjögur í gær. Tónlistarskólakennarar lögðu niður störf 22. október síðastliðinn og verkfall þeirra er því að teygja sig inn í fimmtu viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.