Innlent

MDMA þátturinn notaður í forvarnarstarf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrsti þáttur Bresta hafði gríðarleg áhrif.
Fyrsti þáttur Bresta hafði gríðarleg áhrif. visir
Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 þann 20. október og fjallaði fyrsti þátturinn um síbreytilegt landslag í skemmtanalífi á Íslandi.

Í fyrsta þættinum var farið yfir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn.

Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu.

Þátturinn hefur verið sýndur í nokkrum grunnskólum og í Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Að loknum þættinum hafa kennarar rætt við nemendur um vímuefni og skaðsemi þeirra.

Hlutfall nemenda 18 ára og eldri sem hafa neytt Mollý vímuefnisins er sjö prósent strákar og þrjú prósent stúlkna en þetta kemur fram í könnun sem var unnin af Rannsóknum og Greiningu árið 2013 í framhaldsskólum á Íslandi.

Áhugasamir geta kynnt sér skýrsluna í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Fimm dauðsföll vegna MDMA

Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári.

Flytja inn vökva og framleiða MDMA

Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×