Erlent

Fengu Nóbelsverðlaun fyrir LED ljós

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Vísindamennirnir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura fengu í dag Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir að uppgötva díóður sem gefa frá sér ljós, en það gerðu þeir fyrir tuttugu árum. Um er að ræða mjög hagkvæman birtugjafa sem gefur frá sér litla sem enga mengun.

Akasaki og Amano eru prófessorar í Japan, en Nakamura er frá Bandaríkjunum og starfar við háskóla í Kaliforníu.

AP fréttaveitan hefur eftir Nóbelsnefndinni að þrátt fyrir að uppfinningin væri einungis 20 ára gömul hefði hún þegar dregið úr rafmagnsnotkun. „Þar sem að um einn fjórði rafmagnsnotkunar er til lýsingar, hafa LED ljós leitt til sparnaðar á auðlindum jarðarinnar.“

Nóbelsverðlaunin fyrir efnafræði verða tilkynnt á morgun, bókmenntir á fimmtudaginn og friðarverðlaun Nóbels verða tilkynnt á föstudaginn. Á mánudaginn verða verðlaun fyrir hagfræði tilkynnt.


Tengdar fréttir

Veitt Nóbelverðlaun fyrir GPS kerfi heilans

Vísindamennirnir John O´Keefe, May-Britt Moser og Edvard Moser fengu í dag Nóbelsverðlaun í læknavísindum fyrir að uppgötva staðsetningarkerfi heilans.

Staðsetningarkerfi heilans kortlagt

John O'Keefe og May-Britt og Edvard Moser fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði þetta árið fyrir rannsóknir þeirra á heilanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×